60% áætlunarferða Herjólfs í Landeyjahöfn hafa fallið niður í sept og okt

18.Október'10 | 21:49
Lítill umferð um Landeyjahöfn hefur verið í september og októbermánuði. Rúm 60 prósent áætlunarferða Herjólfs hafa fallið niður. Höfnin hefur nú verið lokuð í rúmar þrjár vikur samfellt.
Upplýsingar frá Eimskip segja að yfir 140 ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn hafa verið aflýst það sem er af september og októbermánuði. Aðeins hluti þessara ferða hafa verið siglt í Þorlákshöfn.
 
Óvíst hvenær Herjólfur getur hafið siglingar í Landeyjahöfn að nýju. Dæluskipið Perla átti að hefja dýpkun í dag en ölduhæð á svæðinu var óhagstæð fyrir dæluskipið að athafna sig. Í nýja frumvarpinu til fjáraukalaga er gert ráð fyrir 180 milljónum til sanddælinga. Það er ríflega sjöföld sú upphæð sem upphaflega var reiknað með dýpkunin kostaði á ári. Dönsk verkfræðistofa mælti með ítarlegri athugunum á sandburði en Siglingastofnun taldi næga rannsóknir liggja fyrir.
 
Eyjar.net sagði frá því í gær að Vinnueftirlitið gerði í október, athugasemdir við öryggi við landgang hafarinnar. Samkvæmt mati eftirlitsins uppfyllir hann ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja. Það kemur í ljós hvaða afstaða verður tekinn með landganginn þegar siglingar muna hefjast að nýju í Landeyjahöfn.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.