Stjórnlagaþing 2010:

Viðtal við frambjóðandann Svein Ágúst Kristinsson

15.Október'10 | 19:14
Ungur Vestmannaeyingur, Sveinn Ágúst býðir sig fram til Stjórnlagaþings 2010. Hann skilaði í dag umsókn sinni en umsóknarfrestur er til mánudags 18. okt. Eyjar.net heyrði í Sveini og spurðum hann út í hann sjálfan og afhverju hann væri af þessu. Viðtalið má sjá nánar í viðtali.
Áhrifavaldar / fyrirmyndir í lífinu? Foreldrar mínir hafa að sjálfsögðu haft mikil áhrif á mig og tel ég þeim bara hafa tekist ágætlega til. En fyrirmyndir myndi segja að væru menn eins og Ásbjörn Óttarsson þ.e.a.s að þora meðan aðrir þegja!
 
Afhverju Stjórnlagaþing?
Þetta stjórnlagaþing gæti orðið vendipunktur í sögu Íslands eftir hrun, en til þess þarf að halda rétt á spilunum. Mikið verk er fyrir höndum og er ég meira en tilbúinn að vinna baki brotnu Íslandi og þjóð til framdráttar.
 
Afhverju ætti fólk að kjósa þig?
Fólk ætti að kjósa mig því að ég er þessi týpíski landsbyggðar íbúi. Er stútfullur af góðum hugmyndum og tel ég mikilvægt að það séu allavega fólk á stjórnlagaþingi ekki bara prófessorar og hagfræðingar, það þarf eitthvern til að útskýra fyrir fólki að á landsbyggðinni skapast verðmætin! Og hana þarf að vernda með stjórnarskráarbreytingum, ekki dauðadæma hana með misgóðum hugmyndum eins og að breyta landinu í eitt kjördæmi og að ganga í Evrópusambandið, það bara má ekki ské!
 
Hvaða breytingar viltu þú sjá í Stjórnaskránni?
Nái ég kjöri mun ég beita mér fyrir niðurlagningu embætti forseta Íslands, aðskilnaði ríkis og kirkju og óbreyttu fyrirkomulagi kjördæmaskiptinga.
Og ég vill sjá þessa ESB aðildarumsókn ríkisstjórnarinnar hent útá hafsauga! (já þetta er umsókn ríkistjórnarinnar ekki þjóðarinnar, bendi á gallup kannanir í því samhengi.) Einnig breytingu laga um þjóðaratkv. að þýskri fyrirmynd það er að segja að það er engar eiginlegar þjóðaratkvæðagreiðslur sem að auðvelt er að misnota og lama þingið en almenningur getur þó kallað eftir atkvæðagreiðslum um einstök mál.
 
Eitthvað að lokum?
Ég vona að það sjái sem flestir sér fært að mæta á kjörstað 27 nóv. Guð blessi Ísland.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.