Körfubolti:

Umfjöllun ÍBV - Sindri

12.Október'10 | 17:52
Síðustu helgi spilaði ÍBV sinn fyrsta leik á tímabilinu á móti Sindra frá Hornafirði. ÍBV kynnti líka til leiks nýjan leikmann og þjálfara. Jón Gunnar Magnússon og Þorvald Kristjánsson Það var greinilegur haustbragur á spilamennsku liðsins. Þorvaldur byrjaði vel í sínum fyrsta leik og skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta og kom okkur í gang
Jóhann Rafn byrjaði vel 2.leikhluta með tveimur góðum körfum og við héldum svpaðri forystu í hálfleik en þá var staðan 40-28. 3.leikhluti var mjög slæmur fyrir Sindra þar sem þeir náðu aðeins að skora 5 stig á móti 31 stigi okkar manna. 71-32 var staðan eftir 3.leikhluta. Þarna var sigurinn kominn í höfn og 4.leikhluti nánast formsatriði. Lokastaða leiksins var 88-55.
 
Það fengu allir að spila mikið í þessum leik, Þorvaldur kemur sterkur inn í hópinn og er hann mikill fengur fyrir lið, einnig átti Jóhann Rafn mjög góðan dag.
 
Stigaskor skiptist þannig:
 
Hlynur: 14 stig
 
Sigurjón Örn : 8stig
 
Tómas Orri: 8 stig
 
Jóhann Rafn : 17 stig
 
Halldór Páll: 3 stig
 
Sigurður Grétar : kom sér ekki á blað í þessum leik
 
Þorvaldur: 15 stig
 
Jón Gunnar: 21 stig
 
Örvar : 2stig
 
 
Þakklæti til áhorfenda sem komu og hvöttu okkur áfram, vona innilega að ég sjái sem flesta á leikjum vetrarins.
Næsti leikur ÍBV er á móti HK í Fagralundi í Kópavogi
 
laugardaginn 16.okt klukkan 14.00
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.