Það sem bæjarstjórinn í Eyjum lét ósagt

Þorkell Sigurjónsson bloggar:

12.Október'10 | 00:42

Keli

Ég eins og svo margir hér í Eyjum, veltir maður því fyrir sér hversvegna í ósköpunum núverandi ríkisstjórn skuli voga sér að "áætla" að skera hér niður fjármagn til sjúkrahússins í Ve. eins og raun ber vitni um í fjárlögum? Bæjarstjórinn okkar, hann Elliði Vignisson fjallaði ágætlega um þetta niðurá Stakkó á föstudaginn. Og hann notaði það "sálfræðitrikk" enda maðurinn sálfræðingur, að sínir flokksmenn ættu nú, kannski pínulitla sök á hvernig komið væri.
 
 
Þannig er kannski hægt að tala á fámennum fundi í "Byrginu" en ekki við rúmlega 20 % bæjarbúa. Ég segi bara við bæjarstjórann, að hann ætti bara að vera svo heiðarlegur og segja okkur bæjarbúum, að það var fyrir hans pólitíska litróf og félaga, sem urðu til þess að fólk safnaðist saman á Stakkó til að mótmæla niðurskurði fjármagns til Sjúkrahúss Vestmannaeyja, það er sannleikur málsins og nóg um það.
Bæjarstjórinn kom einnig inn á svokallaða fyrningaleið. Ég sjálfur er ekki mikið inn í þeim málum, en ég skil þegar skellur í tönnunum, því ég man svo langt, eða fyrir 3 ár síðan, þegar bræður tveir vildu kaupa stærsta hlutann í Vinnslustöðinni.
Mér þykir bæjarstjórinn og fleiri oft gleyma því, að útskýra fyrir okkur bæjarbúum þá sögu og þá endalok hennar, ef þeim bræðrum hjá Stilla ehf hefði nú tekist ætlunarverk sitt, sem sagt að fá í hendur kvótann sem Vinnslustöðin hafði og hefur á sínum snærum, hvernig bæjarfélagið okkar hér í Eyjum liti út í dag?
Nei, við vorum svo heppnir Eyjamenn, að það voru góðir og ábyrgir aðilar, sem létu ekki glepjast gagnvart gylliboðum þeirra bræðra, því þeir hefðu farið með meirihluta kvótans úr bænum, eins og þeir
sjálfir fullyrtu um.
Þess vegna er ég alveg undrandi, þegar bæjarstjórinn og hans félagar skuli ennþá tala fyrir óbreyttri fiskveiðistefnu, vitandi um þá vá og stöðu sem bæjarfélaginu er búið að óbreyttri stefnu í þeim málum.
 
 
 
 
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).