Íslandsmót skákfélaga:

Eyjamenn efstir eftir fyrri hlutann – útlit fyrir spennandi lokaumferðir í mars

10.Október'10 | 22:41
Nú þegar fjórum umferðum er lokið á Íslandsmóti Skákfélaga eru Eyjamenn efstir með 25 vinninga (af 32 mögulegum) og fullt hús stiga eða 8 (2 stig fyrir sigur), en þeir keppa í efstu deild skákfélaga á landinu. Í fyrstu umferð gjörsigraði liðið KRinga 8-0 og síðan Akureyringa 7-1. Í þriðju umferð sigraði sveitin Taflfélag Reykjavíkur 5-3, og í síðustu umferð haustsins unnu þeir Fjölnir einnig 5-3.
Staða efstu liða eftir fyrri hlutann 4 umf. af 7 búnar:
1. Taflfél. Vestmannaeyja 4 0 0 8 stig 25 vinn.
2. Taflfél. Bolungarvíkur 3 0 1 6 stig 23,5 vinn.
3. Taflfél. Hellir Reykjavík 4 0 0 8 stig 22 vinn.
 
Átta félög tefla í efstu deild og tefla allir við alla.
 
Þeir sem hafa telft fyrir Eyjamenn í þessum þremur fyrstu umferðum eru eftirtaldir:
Mikhail Gurevich stórmeistari
Jon Ludvik Hammer stórmeistari
Helgi Ólafsson stórmeistari
Sebastian Maze stórmeistari
Igor Alexandre Nataf stórmeistari
Ingvar Þór Jóhannesson
Kristján Guðmundsson
Þorsteinn Þorsteinsson
Páll Agnar Þórarinsson og
Björn Ívar Karlsson.
 
Í þriðju deild tefla Eyjamenn fram B- og C- sveit. B sveitin er nú í 3 sæti af 16 sveitum með 6 stig og 15,5 vinninga og mun að öllum líkindum berjast um sæti í 2 deild að ári, en tvær efstu sveitirnar fara upp um deild. C sveitin er í 13 sæti með 3 stig og 8,5 vinninga og er í fallbaráttunni.
Í fjórðu deild teflir D- sveit TV og gerðu þeir jafntefli í dag 3-3, þar sem tvö borð voru ómönnuð og er sveitin nú í 10 sæti af 22 með 4 stig og 13,5 vinning.
 
Karl Gauti Hjaltason formaður Taflfélagsins sagði við eyjar.net nú í kvöld, að mótið hafa verið skemmtilegt og spennandi. Félagið hafi lagt mikið í að berjast í toppbaráttunni og þakkar stuðning fjölmargra sem lagt hafa hönd á plóginn. Það séu gaman á þessum móti þar sem yfir 400 manns keppa og voru núna t.d. 35 manns að keppa í heildina í sveitum Taflfélagsins svo umfangið er mikið. Fjölmargir gamlir Eyjamenn tefla með sveitum félagsins og á mótsstað hitta menn á tíðum marga gamla kunningja.
 
Mynd: Óskar Pétur Friðriksson
 

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).