Tveir Eyjasigrar í handboltanum í dag

9.Október'10 | 17:53
Í dag spiluðu bæði lið ÍBV í handboltanum. Stelpurnar tóki á móti Gróttu og sigruðu leikinn örugglega með átta marka mun 33-25. Guðbjörg Guðmundsdóttir var maður leiksins en hún skoraði 13 mörk fyrir ÍBV. Guðbjörg átti mörg stór glæsileg upphlaup og raðaði inn mörkunum úr þeim. Strákanir tóku á móti Stjörnunni og sigruðu þá 21:18 eftir að hafa verið undir megnið af leiknum. Markmaðurinn ungi Haukur Jónsson átti frábæran leik í dag og var maður leiksins með 17 varinn skot.
Skemmtilegur handbolta dagur í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í dag. Sigurinn hjá stelpunum var aldrei í hættu í dag og voru þær með mikla yfirburði í leiknum og mátti sjá flotta tilburði hjá liðinu.
Leikurinn hjá strákunum var mjög spennandi frá byrjun til enda. Strákanir byrjuðu leikinn ekki nógu vel og Stjarnan með yfirburði í leiknum lengst af í fyrrihálfleik. ÍBV strákanir tóku sig saman í hálfleik og komu mun sprækari til leiks og náðu að komast inn í leikinn og unnu á endanum baráttusigur á Stjörnunni með þremur mörkum 21:18 við mikinn fögnuð í Íþróttamiðstöðinni í dag.
 
Myndir frá leikunum tveim má sjá hérna.
(ljósmyndari Bjarni Þór)


 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.