Vér mótmælum öll

Áhugafólk um velferð Vestmannaeyja, samstöðumótmæli á Stakkó klukkan 16:30

8.Október'10 | 13:37
Mótmælt er aðgerðarleysi ríkisstjórnar og tillögum um niðurskurð á framlögum ríkisins til rekstrar Heilbrigiðsstofnunar Vestmannaeyja árið 2011. Verði hugmyndir ríkisstjórnar að veruleika er verið að leggja heilbriðgisþjónustu í Vestmannaeyjum niður í þeirri mynd sem við nú þekkjum með skertum lífsgæðum og brostnum forsendum búsetu.
 
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu á að skera niður um tæp 24 prósent til Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, sem þýðir að mati framkvæmdastjóra stofnunarinnar að loka þurfi skurðstofu, hætta fæðingarþjónustu, fækka sjúkrarúmum og segja upp allt að 30 starfsmönnum. Niðurskurður af þessum toga er ekkert annað en tilfærsla á þjónustu frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar. Ekki er hægt að sjá hversu mikill sparnaður felst í því þegar horft er til þess að kostnaðurinn við hvert sjúkrarúm er minnstur í Eyjum, rúmar 59.000 kr. á dag, á meðan hann er mestur á Landspítalanum, tæpar 118.000 krónur. Grunnþjónustan í Eyjum er sjúkra-, skurð- og fæðingaþjónusta. Allt minna en það, er veruleg skerðing á öryggi íbúa Vestmannaeyja þá sérstaklega vegna landfræðilegra þátta og ótraustra samgangna. Eitt atvik sem átti sér stað í vikunni sem leið sýnir þá miklu hættu sem getur skapast hér á eyjunni, þá var ekki hægt að fljúga með svæfingalækni til að aðstoða konu í fæðingu. Eftir tólf tíma bið var hann loks fluttur með þyrlu til Eyja, þá var konan búin að fæða. Ef þessar tillögur ná fram að ganga verður því ekki spurt hvort heldur hvenær eitthvað alvarlegt gerist.
 
Þá mótmælum við þeirri aðför sem stýrt er gegn Vestmannaeyjum með árásum á atvinnulífið og endalausum niðurskurði á þjónustu. Vestmannaeyingar almennt voru ekki þátttakendur í þenslunni og neita að bera álögur umfram aðra landsmenn. Þenslan var mest á Höfuðborgarsvæðinu og því ekki hægt ekki að skera mest niður á landsbyggðinni.
 
Við viljum að ráðamenn þjóðarinnar endurskoði þessar tillögur og skoði alla þætti málsins, auðvelt er að nálgast nauðsynlegar upplýsingar hjá framkvæmdastjóra HSV sem ekki var gert í undirbúningi þessa fjárlagafrumvarps.
 
Verndum öryggi Eyjamanna.
Sláum skjaldborg um Heilbrigðisstofnunina okkar, því ekki gerir ríkisstjórnin það. Sýnum kraft okkar og mótmælum óraunhæfum niðurskurði ríkisins sem stefnir öryggi okkar Vestmannaeyinga í mikla hættu.
Grunnþjónustuna verðum við að hafa hér í bæ vegna ótraustra samgangna.
 
Við skorum á alla Eyjamenn að mótmæla þessu með því að mæta á Stakkó á eftir klukkan 16.30.
 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.