Hugleiðingar um þingið

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

6.Október'10 | 23:18
Erum við á villigötum?
Einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna lýsti eitt sinn hlutverki þingmanna og var það á þessa leið: „Bandaríska þingið á að vera samansett af fólkinu í landinu og á hver sem er, hvar sem er, að geta boðið sig til þings og fer hann þá fram í hlutverki og umboði sinnar fjölskyldu, starfsstéttar, trúfélags, o.s.frv. og fer á þing til þess að freista þess að leiðrétta og bæta hag þeirra stétta sem hann fer inn fyrir og efla landið sitt í heildina.
 
Þessi ákveðni einstaklingur hefur eitt þing tímabil til þess að klára þetta verkefni og snýr svo aftur til sinna starfa.“(lauslega þýtt af höfundi). Ég man þegar ég las þetta þá var eins og einhver hefði skvett vatnsfötu framan í mig, svo framandi var þessi hugmynd! Ég sem hef alist upp við það að sjá atvinnu þingmenn sem sumir hverjir hafa ekki gert annað megnið af ævinni, stýra landinu, fannst að þannig ætti kerfið að vera. Ég las bók nýlega eftir mann sem ég met mikils sem var að gagnrýna Bandaríska stjórnkerfið í sinni núverandi mynd og vitnaði hann þá m.a. í þennan ágæta stofnföður Bandaríkjanna sem hann kunni mikið að meta og sagði að aldrei hefði verið áætlunin með þingi Bandaríkjanna að þar kæmu fram atvinnuþingmenn. Ekki er ég að segja að ég sé endilega sammála þessari fullyrðingu en mér finnst svona umræður alveg vera þess verðar að ræða og e.t.v. eiga við á Íslandi í dag.
 
Landið okkar stendur frammi fyrir stjórnarkreppu og mætti jafnvel segja að stjórnsýsluleg þingkreppa sem teygir sig alla leið ofan í stjórnarskrána og uppbyggingu stjórnarhátta á landinu bætist ofan á stjórnarkreppuna. Ég ætla þannig séð ekki að taka afstöðu til þess, enda lofað ég sjálfum mér að Fimmtudagsþruman yrði aldrei of pólitísk. Hinsvegar finnst mér virkilega áhugavert að fylgjast með þeirri þróun sem hefur átt sér stað á Íslandi og ég velti fram eftirfarandi spurningu:
 
„Eru vandamál þingsins og þjóðarinnar í dag að einhverju leyti komin fram vegna þess að þingið í sinni núverandi mynd er orðið alltof tengt og persónulegt eftir áratuga tengslamyndanir, hefndir, persónuuppgjör, flokkaríg og þ.h. að þessi þróun er í raun farin að lama eðlileg störf þingsins?“
 
 
Það eru mörg nýleg mál sem styrkja grunn slíkrar tilgátu. Landsdómurinn, veik geta allra flokka til að vinna saman, persónuárásir, núna í dag kom fram að hafnað hefði verið góðum skuldaúrræðum vegna þess að þau væru „ekki pólitískt hentug“, uppgjör að því er virðist gamalla mála og deiluefna eru dregin fram til að klára sem fyrst á kostnað áríðandi mála og svona mætti áfram telja.
 
Ég hef alltaf reynt að horfa á pólitíkina á Íslandi í gegnum hlutlaus augu, það er vissulega virkilega erfitt og ég ætla ekkert að halda því fram að mér hafi alltaf tekist það, en ég hef reynt að fylgja eftirfarandi viðhorfi: „Ég ætla aldrei að blindast það mikið í stuðning að ég sjái ekki og meti ekki að verðleikum mistök þess flokks sem ég styð, að sama skapi ætla ég aldrei að blindast það mikið í mótlæti að ég sjái ekki og meti það góða sem sá flokkur er ég styð ekki er að gera.“
 
Þetta er viðhorf sem ég persónulega tel að allir þegnar lýðræðisríkis þurfi að temja sér.
 
Fimmtudagsþruman ætlar þess vegna að enda skrif dagsins á spurningu sem allir lesendur eru hvattir til að velta fyrir sér:
 
„Ef þú værir að flytja til Íslands í dag og hefðir engar fyrirfram mótaðar skoðanir um pólitík, hvaða flokk myndir þú styðja (ef einhvern)?“
 
Og
 
„Myndi Alþingi vera skilvirkara ef að öflug nýliðun ætti sér stað og væri þá hægt að vinna í betri sameiningu og af meiri krafti að málum, eða eru kraftar og hugvit reynslujaxlana nauðsynleg? (eða etv blanda af báðu)
 
Því miður gat ég ekki annað en hent þessum pælingum mínum fram í þrumuformi á þessum fallega fimmtudegi í ljósi þeirra þróunar sem er að eiga sér stað á landinu. Ég vona að dyggir þrumu aðdáendur telji sig ekki svikna.
 
Kappakveðja
 
Tryggvi
 
 

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%