Af facebook:

Hvaða verslunar og þjónustu finnst þér vanta í Eyjum?

5.Október'10 | 22:36

menningarhús

Á samskiptavefnum Facebook er hópur fólks sem er beðin taka þátt í smá könnun, spurningin er eftir farandi: hvaða verslunar og þjónustu finnst þér vanta hér í Vestmannaeyjum? Þáttakendur í hópnum eru 161 þegar þetta er skrifað, en margir lagt fram sína skoðun á málinu. Eyjar.net tók saman hvað er mest áberandi sem fólk hefur áhuga að fá hingað.
Það helst sem er nefnt er m.a veitingastaðir/skyndibitastaðir, Subway, kentucky fried chicken, austurlenskan mat, sushi bar, kjöt og fiskiborð eru staðir sem eru helst nefndir.
 
Þegar það kemur að afþreyingu og þjónustu vill fólk helst sjá í Eyjum: kvikmyndahús sem sýnir nýjar myndir og reglulegar sýningar, keilusal, billjarð stað, aðstöðu fyrir tónlistafólk og nýjar matvörubúðir eins og Bónus, Kost eða stað sem er opinn er allan sólarhringinn. Hannyrða og vefnaðarvöruverslun.
 
Hérna má sjá nokkrar skoðanir fólks á málinu: 
 
„alvöru skyndibitastaði. Ekki bara eitthverja veitingastaði eða sjoppur sem maður þarf að bíða eftir matnum sínum. Bara skyndibita stað sem maður getur fengið sér góðan og fljótlegan bita bæði hollan og óhollan. Síðan vantar verslun sem selur geisladiska og tónleika jafnvel bíomyndir og tölvuleiki í leiðinni. Síðan vantar bío og síðan vantar keilusal. Síðan væri ekki leiðinlegt að hafa sérstakan stað fyrir öðruvísi íþróttaiðkendur s.s bandí, pool, snóker, pílukast og svo framvegis. Síðan væri líka gott að ef það kæmi eitthverskonar net kaffi þar sem fólk getur komist á netið og vinir spilað tölvuleiki. Gera hljómsveita aðstæðu fyrir ungt tónlistarfólk hér áður voru 10-20 bönd starfandi hér á bæ en í dag eru það engin. Aðstaða og þjálfar fyrir box og mma væri líka sniðugt.“
 
„Kjöt- og fiskborð, heilsubúð, vefnaðarvöruverslun og ekki væri amalegt að fá hollan skyndibita eins og sushi og í anda Saffran.“
 
„Það vanntar einhvern asiskan veitingastað!! og svo væri líka fínnt að fá einhverja afþreyingu hingað t.d. poolstofu eða keiluhöll :)“
 
„Klárlega hannyrða og vefnaðarvöruverslun. Og eins og eitt stykki Accessorize eða einhverja álíka verslun. Finnst nóg að skyndibitastöðum hérna :) Reyndar væri Saffran meira en velkomið til Eyja :)“
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.