Turnfálki sem var sleppt í síðast mánuði í fóstri hjá Ruth?

Smyrlarnir reyndust vera trunfálkar

1.Október'10 | 10:26
Eyjar.net sagði frá því þann 13. september þegar tveir smyrlar fundust um borð í Gullbergi VE í vikunni á undan. Vikunni á undan var farið með fuglana austur á eyjuna og þeim gefið frelsi.
Eyjar.net fékk síðan ábendingu frá Ingvari A.Sigurðsyni forstöðumanni Náttúrustofu Suðurlands um að fuglarnir reyndust vera turnfálkar. Visir.is segir frá því á vefsíðu sinni í dag að Ruth Barbara Zohlen hafi fundið turnfálka á gamla hrauninu í Vestmannaeyjum fyrir þremur vikum og síðan sleppt honum.
 
 
 
 
 
Það vekur upp spurningu hjá okkur á eyjar.net hvort annar fuglinn sem fannst í Gullberginu VE í síðasta mánuði hafi ratað í fóstur hjá Ruth.
 
Ruth segir í samtali við visir.is: „Hann var voðalega illa farinn og máttlaus," segir Ruth. „Ég fór með hann heim og gaf honum hrátt kjöt að borða. Fyrst þurfti ég að mata hann og seinna fór hann að éta sjálfur."
 
Annar fálkinn sem var um borð í Gullberginu var mjög hress og var hann frelsinu feginn. Hinum fálkanum sem var sleppt var minni en sá fyrri og ekki við jafn góða heilsu en flaug þó feginn í burtu þegar honum var sleppt. Mögulegt sé að Rut hafi fundið minni fálkann enda ekki algengt að hingað til Eyja rati fálkar.
 
Ruth segir að sárt hafi verið að skilja við fálkann eftir þriggja vikna samveru. „Hann settist niður í gamla hraunið þar sem ég fann hann fyrst. Ég vona að hann yfirgefi landið og gangi það vel," segir Rut á visir.is.
 
Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir á visir.is að turnfálkann flækingsfugl og hann komi hingað til lands nær árlega. Hann segir ekki algengt að hann sjáist hér á landi en það komi þó fyrir einstaka sinnum.
 
Turnfálkinn kemur frá Evrópu og er mjög algengur víða um álfuna.
 
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is