Landeyjahöfn alltaf til vandræða

Segir jarðfræðingur

1.Október'10 | 14:24
Landeyjahöfn verður alltaf til vandræða og mun því aldrei nýtast sem skyldi. Ástæðan er sú að náttúrulegar öldusveigjur umhverfis V.eyjar valda því að Landeyjahöfn fylltist af sandi. Þetta segir jarðfræðingurinn Páll Imsland. Páll segist ekki skilja skýringar siglingamálayfirvalda yfir vandræðagangi með Landeyjahöfn.
 

Landeyjahöfn var tekinn í notkun 21. júlí síðastliðinn. Ítrekað hefur síðan þá þurft að fella niður ferðir Herjólfs Í Landeyjahöfn og höfnin talin ófær, þegar sandrif lofar höfninni og hefur Herjólfur þó nokkrum sinnum tekið niður í sandrifið. Kostnaðurinn við höfnina var um fjórir milljarðar króna.


Eins og áður hefur komið fram þá var talið þyrfti hátt í 200 milljónir króna í að dæla sandi úr höfninni.


Páll Imsland jarðfræðingur gerir vandræðagang Landeyjahafnar að umfjöllunarefni í grein í Morgunblaðinu í dag. Páll gefur lítið fyrir þá skýringar sem Siglingastofnun gefur á vandræðunum í Landeyjahöfn. Páll segir að hvorki sé hægt að kenna gosinu í Eyjafjallajökli né óvenju miklum og tíðum austanáttum um vandræðaganginn.


Páll segir jafnframt að það sé óþarfi að ræða það að Herjólfur sé ekki eins og hann eigi að vera til henta höfninni Páli finnst það ófaglegur áróður.


Vandræðin við Landeyjahafn meiga rekja til Öldusveigju umhverfis Vestmannaeyjar. Þegar suðlægar áttir, sem séu aðal áhrifaáttir á svæðinu og algengastar, valdi öldu sem berist undir landið, verði Vestmannaeyjar fyrstar fyrir og hafi mikil áhrif. Pál segir að Eyjarnar hægi á öldinni og sveigi hana umhverfis sig þannig þegar öldurnar berast loks að landi falli þær skáhallt að ströndinni úr suðvestlægri átt vestan Landeyjatanga, og úr suðaustlæri átt austan hans.


Þessi Landeyjatangi sé þarna tilkominn vegna öldusveigjunnar umhverfis Vestmannaeyjar og í honum hafi höfninni verið komið fyrir. Höfnin muni því aldrei virka sem skyldi, því sandurinn muni ekki fara framhjá hafnarkjaftinum, hann sé einblíns á leiðinni þangað, það sé hans náttúruleg heima segir Páll við fréttastofu Ríkssjónvarpsins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.