Ekki siglt í Landeyjahöfn næstu dagana

28.September'10 | 12:25
Herjólfur fór í morgun áætlaða ferð í Landeyjahöfn og eftir hana varð ljóst að höfnin er ófær. Ákveðið var því að sigla til Þorlákshafnar í dag klukkan 15:15. Herjólfur ætti því næstu dagana að sigla til Þorlákshafnar en óvíst er hvenar Landeyjahöfn verður fær.
Áætlun Herjólfs verður frá Vestmannaeyjum klukkan 07:30 og 15:15. Frá Þorlákshöfn 11:15 og 18:45.
 
Eyjar.net greindi frá því í gær að dýpkunar skipið Perla sem hefur verið dýpkað Landeyjahöfn sé bilað eftir að gosefni frá Eyjafjallajökli hafi farið inn í legur í skrúfubúnað skipsins og samkvæmt Siglingastofnun þá sé nauðsynlegt að endurnýja þá hluti sem hafa eyðilagst í skipinu áður það heldur áfram að dæla úr höfninni.
 
Hjá Siglingastofnun eru til skoðunar nokkrar lausnir vegna efnisburðar í Landeyjahöfn til lengri og skemmri tíma, en auknar fjárveitingar þarf til þeirra. Ráðherra samgöngu- og sveitastjórnarmála hefur ákveðið að óska eftir fjárheimildum á vettvangi ríkisstjórarinnar vegna dýpkunar sem nauðsynlegar verða til að halda höfninni opinni í vetur.
 
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%