Bæjarráð fundaði um Landeyjahöfn

28.September'10 | 13:17
Bæjarráð Vestmannaeyja kom saman nú í hádeginu til að fjalla um málefni Landeyjahafnar en þangað verður ekki siglt á næstu dögum vegna sandburðar og gosefna úr Eyjafjallajökli.

Í ályktun bæjarráðs segir að þar á bæ hafi menn skilning á byrjunarörðugleikum siglinga í Landeyjahöfn. Bæjarráðið setti hinsvegar fram kröur í fimm liðum á fundinum í dag.

Í fyrsta lagi mega samgöngur til Vestmannaeyja ekki rofna.

Í siglingum til Þorlákshafnar verði þjónusta og áætlun að vera í samræmi við þá siglingaleið.

Í þriðja lagi er áréttað að Landeyjahöfn sé aðalhöfn Herjólfs ásamt Vestmannaeyjahöfn og að allra leiða verði að leita til að opna Landeyjahöfn sem fyrst og tryggja að hún haldist opin. Tafarlaust verður að fá öflugan dælubúnað erlendis frá og/eða dýpkunarskip sem ræður við að athafna sig við þær aðstæður sem nú eru í Landeyjahöfn.

Í fjórða lagi þarf tafarlaust að ráðast í hönnun og smíði nýs skips í stað þess sem nú siglir í Landeyjahöfn eins og áætlað var árið 2008.

Í fimmta lagi þarf upplýsingastreymi í kringum Herjólf að batna þannig að farþegar séu upplýstir um framþróun mála og fái tafarlaust upplýsingar ef röskun verður á áætlun.

Þá minnir bæjarráð einnig á að í raun sé Landeyjahöfn enn á framkvæmdarstigi. „Framkvæmdin var sem kunnugt er um 600 milljónum ódýrari en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir og því borð fyrir báru hvað kostnað við lokafrágang varðar."

Ennfremur fagna Vestmannaeyingar yfirlýsingum Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra þess efnis að Landeyjahöfn sé aðalhöfn Herjólfs ásamt Vestmannaeyjahöfn. „Sú skoðun er í samræmi við yfirlýsingar bæjarráðs og lítur bæjarráð svo á að í yfirlýsingu ráðherra felist fyrirheit um að allra leiða verði leitað til að vinna höfnina hratt og örugglega út úr byrjunarörðugleikum."

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).