Ófarir Landeyjahafnar halda áfram

Aska skemmir skrúfu í dýpkunarskipinu

27.September'10 | 12:59
Fíngerð aska í Landeyjahöfn hefur skemmt skrúfubúnað dýpkunarskipsins Perlu. Ekki er búist við að viðgerð ljúki fyrr en um næstu helgi. Eins og fram kom í gær þá féllu niður tvær ferðir Herjólfs, en skipið tók niður í grunnin tvisar í gær. Skipstjórinn á Herjólfi segir að vel hafi gengið að sigla í höfnina að nýju í morgun.
 
Ástæðan fyrr því að skipið tók niður í gær er að það hafi verið mikil ölduhæð segir skipstjórinn á ruv.is, en hún var um 3.5 metrar. Svo virðist sem ekki sé hægt að sigla skipinu um nýja höfnina fari öludhæð yfir þrjá metra.
 
Dýpkun hefur legið niðri í Landeyjahöfn eftir að dæluskipið Perla bilaði fyrir tíu dögum. Þann tíma hefur reyndar eingöngu viðrað til dýpkunar í þrjá daga. Má líklegast telja að fíngerð gosefni hafi skemmt legur og skrúfubúnað skipsins. Viðgerð mun taka nokkra daga en vonast er eftir að skipið getið hafið dýpkun öðru hvoru megin við helgina.
 
Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir að til skoðunar sé að útvega annað dæluskip til verksins í Landeyjahöfn. Skipið ætti að þola verra sjólag en Perla sem getur ekki athafnað sig í hærri öluhæð en eins metra. Sigurður segir jafnframt að sé til skoðunar að vera með dælubúnað í höfninni og býst við að miklir vatnavextir um helgina hafi ekki bætt ástandið, þar sem búast megi við að gosefni sem borist hafi með ám skili sér í höfnina.
 
Samgönguráðherra mun á ríkisstjórnafundi í fyrramálið óska eftir 150 milljóna króna auka fjárveitingu vegna dýpkunar Landeyjahafnar í vetur. Samgönguáætlun var gert ráð fyrir að dýpkun Landeyjahafnar myndi kosta 25 milljónir króna á ári. Næstu mánuði er gert ráð fyrir 30 milljónum króna á mánuði til verksins.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.