Með nokkur grömm af kannabisefnum við komuna í Herjólfi

27.September'10 | 17:05
Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þó nokkur erill um helgina enda fjöldi fólks að skemmta sér. Skemmtanahaldið fór reyndar að mestu leiti vel fram en eitthvað var um að menn væru að takast á en engar kærur liggja fyrir. Lögreglu var tilkynnt um svokallað unglingapartý. Lögreglan hafði afskipti af biðreið þar sem grunur lék á ökumaður væri undir ávana- og fíkniefna. Tvenn rúðubrot sem lögregla upplýsti. Umferðarslys á Hólagötu þegar ekið var á 11 ára barn. Helstu verkefni lögreglu 20. til 27. sept má lesa nánar í frétt.
 
Lögreglu var tilkynnt um svokallað „unglingapartý“ að kvöldi sl. laugardags en þarna höfðu börn á 15. ári verið að drykkju. Haft var samband við foreldra þeirra barna sem þarna áttu hlut að máli.
 
Að kvöldi 22. september sl. hafði lögreglan afskipti af bifreið sem var að koma með Herjólfi frá Landeyjahöfn, þar sem grunur lék á að ökumaðurinn væri undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Við leit lögreglu fundust nokkur grömm af kannabisefnum í fórum þeirra sem í bifreiðinni voru, en þau hafa öll komið áður við sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota. Málið telst að mestu upplýst.
 
Aðfaranótt 25. september sl. var lögreglu tilkynnt um að nokkrir ungir menn hafi farið inn í hús að Vestmannabraut og m.a. brotið þar rúðu. Þar sem vitað var hverjir þarna voru var rætt við þá og viðurkenndu þeir að hafa farið þarna inn og brotið rúðuna. Málið telst að mestu upplýst.
 
Aðfaranótt sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um að rúða hafi verið brotin að Hólagötu 6 og virðist sem einhverju hafi verið hent í rúðuna um það leiti sem bifreið var ekið hjá. Er því líklegt að því sem kastað var í rúðuna hafi verið kastað úr bifreiðinni. Ekki er vitað hver þarna var að verki en þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um það eru beðnir um að hafa samband við lögreglu.
 
Að morgni 20. september sl. var lögreglu tilkynnt um umferðarslys á Hólagötu en þarna hafði barn á 11 ári orðið fyrir bifreð. Barnið sem var á reiðhjóli mun hafa hjólað austur Bessastíg og inn á gatnamót Hólagötu og Bessastígs og í veg fyrir bifreið sem ekið var norður Hólagötu. Barnið var flutt á heilbrigðisstofnum Vestmannaeyja en meiðsl þess reyndust minniháttar.
 
Í tilefni af þessu slysi á Hólagötu þá vill lögreglan beina þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að senda börn sín ekki út í umferðina á reiðhjólum nema öllum öryggisreglum sé fylgt eftir. Þá er sérstaklega átti við að nota hjálm við hjólreiðarnar og eins að öryggisbúnaður hjólsins sé í lagi þ.e. hemlar, endurskin og ljós.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.