Uppskeran hjá ÍBV 3. sæti þetta árið

Myndir af leiknum með frétt

26.September'10 | 17:03
ÍBV stóðst ekki prófið í gær þegar þeir spiluðu gegn Keflavík í loka umferð Pepsi-deilarinnar. ÍBV þurftu að treysta á blikar myndu tapa stigum og þurftu að vinna sinna leik til að hampa Íslandsmeistaratitlinum. Leikurinn fór fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík klukkan 14:00 í gær. Áhorfendur ÍBV voru fjölmennir og var stemming á pöllunum allan leikinn og voru allir stoltir af strákunum þó svo Íslandsmeistaratitilinn var rétt fyrir handan hornið.
Leikurinn var fjörugur, leikmenn ÍBV voru ákveðnir en það var lítið um fallegan fótbolta í fyrri hálfleik. Keflavík áttu betri og fleiri færi sem skilaði þeim marki og var staðan því 1-0 í hálf leik. Leikmenn ÍBV byrjuðu þann síðari hálfleik ágætlega, en Keflavík alltaf líklegri til að skora en ÍBV og gerðu það og komust í 2-0. ÍBV vaknaði við það og skoraði Denis Sytnik mark eftir hafa fengið boltann eftir sendingu frá Eyþóri Helga sem var ný kominn inn á. ÍBV fengu svo gullið tækifæri til að jafna leikinn þegar Albert Sævarsson brenndi af víti.
 
 
Heimir þjálfari setti ferskar fætur á völlinn og bætti í sóknina, en Keflavík voru of góðir fyrir ÍBV í gær og skoruðu tvö mörk í viðbót lauk leiknum því með 4-1 sigri Keflavíkur, og fögnuðu þeir 6. sætinu vel og innilega í lokinn. ÍBV gátu brosað og verið stoltir af sjálfum sér að ná Evrópusæti, en liðið hafnaði í 3. sæti og meiga þeir vera stoltir af þessum frábæra árangri.
 
Hér má sjá myndir af leiknum í gær.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.