Verði þinn vilji!

Kjartan Vídó skrifar

25.September'10 | 08:08
Þá er runninn upp sá dagur sem stuðningsmenn ÍBV, Breiðabliks og FH hafa beðið eftir en þetta er auðvitað dagurinn sem sker úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari í fótbolta árið 2010. Spennan fyrir lokaumferðina hefur ekki verið jafn mikið í fjölda ára og verður gaman að upplifa þennan dag hvernig sem leikirnir fara.
Ég viðurkenni það fúslega að ég var ekki bjartsýnn á gott gengi ÍBV eftir fyrsta leik sumarsins á móti Fram á Laugardalsvelli og bjóst ég við enn einu sumrinu í fallbaráttunni. En leikmenn ÍBV hafa sem betur fer sannað að fall er fararheill því þau eru fá mistökin sem liðið hefur gert eftir Fram leikin í byrjun sumars.
 
Um leið og ÍBV klifraði upp töfluna þá fóru stuðningsmenn ÍBV að taka við sér um leið og það hefur verið frábært að mæta á útileiki ÍBV í sumar. Stuðningsmenn ÍBV á fastalandinu hafa fjölmennt á völlinn og oft var erfitt að sjá hvort liðið væri með fleiri stuðningsmenn á sínu bandi.
 
En loksins er komið að leikdeginum sem sker úr um það hvaða lið verður Íslandsmeistari. ÍBV varð fyrst liða til að verða Íslandsmeistari utan Faxaflóasvæðissins en það var hið frábæra ár 1979. Breiðablik hefur aldrei náð titlinum góða og viðurkenni ég það fúslega að þeir hafa spilað frábærlega í sumar og hrein unun að sjá liðið spila. FH hefur nánast einokað bikarinn síðustu ár og eins og skáldið sagði "Allt er betra en að FH vinni í".
 
Nú er bara að vona að dagurinn verði okkur góður. Ef að strákarnir leggja sig 100% fram þá sigra þeir Keflavík en úrslit í leik Stjörurnar og Breiðablik þurfa að verða okkur hagstæð. Ég get því lítið gert annað en að fara að ráðum séra Óla Jóa vinar míns og segja upphátt "Verði þinn vilji!!"
 
ÁFRAM ÍBV - svo á jörðu sem og á himni
Kjartan Vídó

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.