Hópferð til Keflavíkur

Farið kl 9:00 á laugardagsmorgni og komið til baka 22:30

21.September'10 | 21:54
ÍBV og Keflavík eigast við í síðastu umferð Pepsídeildarinnar í fótbolta n.k. laugardaginn 25. september kl. 14:00 í Keflavík. Óhætt er að segja að mikil spenna verði í lokaumferðinni en þrjú lið eiga möguleika á að hampa titlinum.
 
Farið verður með Herjólfi kl. 9:00 á laugardagsmorgni frá Vestmannaeyjum til Landeyjarhafnar, þaðan verður haldið með 70 manna rútu til Keflavíkur. Herjólfur siglir svo til baka með stuðningsmenn kl. 22:30 frá Landeyjarhöfn.

Eyjamenn munu hittast á Top of the Rock sem er staðsett í Vallarhverfinu í Keflavík (Grænásbraut 920). Áætlað er að rútan verði þar um 12:00 Heimir þjálfari ásamt fylgdarliði mun mæta á svæðið kl.12:30 og ræðir við stuðningsmenn.

Miðaverð í þesssa ferð er 5000 kr. (Herjólfur, rúta og miði á leikinn).

Hægt er að bóka sig í ferðina með því að senda póst á trausti@ibv.is eða hringja á skrifstofu ÍBV S: 481-2060. Greiða þarf miðan í Týsheimilinu milli kl. 16:00 og 18:00 á fimmtudaginn (23. Sept.).

Takmarkað miðaframboð og skráningafrestur til kl. 18:00 á fimmtudag.

ÁFRAM ÍBV!

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is