Haraldur Ari Karlsson með myndina sína á RIFF

21.September'10 | 17:03
Riff er alþjóðleg kvikmyndahátíð sem haldin er í Reykjavík í sjöunda sinn. Hátíðin er ein sætasta og fjölbreytasta menningaviðburður á Íslandi og hana sækja tugþúsundir manna árlega til njóta áhugaverða kvikmynda. Hátíðin í ár er haldin f rá 23. setember til 3. október. Það er mikill heiður fyrir Harald að sýna myndina sína á slíkri hátíð, myndin verður sýnd fimm sinnum á hátíðinni. Við heyrðum í Haraldi og spurðum hann út í hátíðina og hvað hann væri að bralla í dag.
 
 
 
Haraldur Ari gerði myndina Breki sem lokaverkefnið sitt í Kvikmyndaskóla Íslands eins og Eyjar.net hefur áður sagt frá.
 
Við spurðum Harald af því hvernig það kom til að myndin hans var valin á þessa hátíð:
„Riff eða "Reykjavík international film festival" er kvikmyndahátíð sem fer ört stækkandi og eins og svo margar aðrar hátíðir þá sendir maður myndina sína inn og svo er hópur fólks sem skoðar myndirnar og ákveður hvort myndin bæði falli undir stíl hátíðarnar eða standi undir gæðastimpli. Mér fannst ég verða að reyna að fá myndina inn á þessa hátíð vegna þess að þetta er stærsta hátíðin á Íslandi og þar að auki alþjóðleg. Það var því ekkert annað að gera en að senda hana inn. Reyndar held ég að myndin hafi komist inn þá sérstaklega vegna þess hversu ótrúlegt það er að tvær myndir sem gerðar eru með tæpu tuttugu ára millibili skulu vera svona tengdar og að sjálfsögðu verður myndin „Á sjó" sýnd líka. En aðeins einu sinni. Sökum þess að sú mynd fékk undan þágu vegna aldurs. Það er ekki venjan að sýna myndir sem eru svona gamlar.“
 
Myndin Breki var frumsýnd í Eyjum í sumar og var fullt kvikmyndahús í öll skiptin sem hún var sýnd, Haraldur segir að myndin hafa ekki verið sýnd síðan þá en hafa verið boðið að sýna hana á Spáni á kvikmyndahátíð þar;
„Myndin hefur ekki verið sýnd að minni vitneskju aftur hér á landi en ég veit það að mín mynd ásamt nokkrum öðrum voru sendar frá Kvikmyndaskóla Íslands út í heim til að kynna skólann. Það leiddi til þess að haft var samband við mig frá "Reggio film festival„ á Spáni og var ég beðinn að sækja um að myndin yrði sýnd þar. En þar sem ég var ekki búinn að texta myndina og átti enn eftir að laga örfáa hluti til að fullkomna myndina þá fannst mér það ekki tímabært.“
 
RIFF hátíðin nýtur athygli fyrir utan Íslands og Haraldur vonar að hann muni fá  athygli á myndinni.
„Það vona ég svo sannarlega“ segir Haraldur þegar hann spurður hvort hann vonist eftir athygli fyrir utan Íslands. „Það verður fólk allstaðar af úr heiminum saman komnir á þessari hátíð og vona ég bara að þessi mynd sé eitthvað sem ekki bara Íslendingar geta tengt við. Það skemmir heldur ekki að myndin er sýnd fimm sinnum og þar af einu sinni ásamt „Á sjó.“ Sú sýning er í norræna húsinu og er þar tekin sérstaklega fram í hátíðar bæklingnum.“ Haraldur vonar að áhugi sé á sýningunni og fólki mæti á myndina.
 
Mikill áhugi er á myndinni hans Haralds í Vestmannaeyjum, en þeir sem vilja sjá myndina eiga því möguleika að sjá hana á hátíðinni, en munum við sjá hana aftur í kvikmyndahúsinu í Vestmannaeyjum? Haraldur býður eftir boði frá bæjarstjórn um að fá boð að sýna myndina aftur í Eyjum:
„Það getur bara vel verið að hún verði sýnd aftur í Vestmannaeyjum. Ég er enn að bíða eftir boði frá bæjarstjórn. Það er nefnilega þannig að maður kemst ekki til Rússlands nema manni sé boðið og það sama gildir með þennann bransa. Alla vegana á meðan myndin er enn á þessu stigi. Þess vegna bið ég alla að herja á bæjarstjórn um að bjóða mér. Því mér finnst ekkert eins gott og gaman og að geta boðið eyjamönnum að sjá myndina mína. Sjálfur hef ég líka fundið fyrir miklum undirtektum og gott umtal og veit ég að það er enn mikið af fólki sem vill sjá.“
 
Nú hefur myndin þín fengið verðskuldaða athygli, ertu byrjaður að huga að næstu mynd?
„Já strax í desember er ég að fara að leikstýra tveimur stuttmyndu og ber ég miklar væntinga til þeirra. Svo á meðan ég er hér í eyjum hef ég verið að vinna í nokkrum handritum. Eitt þessara handrita er fyrir aðra af þessum stuttmyndum sem ég er að fara að gera í desember en svo eru það aðrar myndir sem ég hef haft í huga í góðann tíma.
Mig langar að henda mér í það að gera mynd í fullri lengd í vor. Ég er kominn langt á leið með það handrit en er enn að skoða möguleika á framleiðslu og crew-i. Svo er það næsta sumar sem mig langar að hoppa útí aðra mynd sem ég hef verið á leiðinni að gera í heilt ár og núna finnst mér tími til kominn að henda því í framkvæmd. Svo er það barna mynd sem ég er að skrifa sem mig langar að gera 2012 en það er enn bara draumur.“
 
Haraldur hefur lokið námi sínu í Kvikmyndaskólanum, hann er mikill áhugamaður um leiklist og spurðum hann hvað hann væri að bralla þessa dagana.
„ég að leikstýra í Leikfélagi Vestmannaeyja. Það er mikil ábyrgð og hrós því þetta er hundrað ára afmælissýning leikfélagsins.
Æfingar ganga mjög vel og þetta er allt að smella saman. En á þessu stigi er mér óheimilt að gefa það upp hvaða leikrit er verið að æfa en þegar það kemur í ljós er ég viss um að eyjamenn eigi eftir að verða spenntir. Því þetta er verk sem aldrei hefur verið sett upp hér á landi í öllum sínum skrúð og sparar leikfélagið einu til við upptalninguna.“ Sagði Haraldur í lokin. Hvetjum við alla að fara sjá myndina hans Haralds, frábært afrek hjá þessum unga dreng sem við Vestmannaeyingar ættum að vera stoltir af.
 
Myndin hans Halla verður sýnd fimm sinnum meðan hátíðin stendur:
 
26.09 háskólabíó 2 kl.18:00
27.09 hafnarhúsið kl.14:00
27.09 norrænahúsið kl.18:00
29.09 hafnarhúsið kl.14:00
30.09 bíó paradís 3 kl.22:30
 
 
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is