Hannes Kristinn Sigurðsson umboðsmaður Ernirs í Vestmannaeyjum í spjalli við eyjar.net

21.September'10 | 09:35
Flugfélagið Ernir hóf flugsamgöngur á milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur þann 4. ágúst á þessu ári. Ernir býður upp á tvö áætlunarflug alla daga, en þeir eru mjög duglegir að bæta viðauka vélum ef þörf sé fyrir. Þegar Herjólfur sat við bryggju í Vestmannaeyjum þá voru sett aukaflug alla dagana. Við settum okkur í samband við Hannes Kristinn umboðsmann Ernirs í Vestmannaeyjum og spurðum hann út í nýja flugfélagið í Eyjum ásamt spruningum eins og verðlag á fluginu og hvernig viðtökunar hafa verið.
 
Hvernig móttökur hafa þið fengið?
Það er ekki hægt að biðja um betri móttökur enda eru eyjamenn fyrsta flokks fólk.
 
Ertu sáttur með þá þjónustu sem flugfélagið býður upp á?
Já mjög sáttur, Flugfélagið Ernir hefur uppundir 4 gerðir af flugvélum, 19 sæta, 9 sæta, 8 sæta og 4 sæta. Þannig að við getum boðið uppá alla þá þjónusu sem hægt er að veita, hvort sem það er áætlunarflug, leiguflug, fraktflug eða sjúkraflug. Ernir eru við öllu búnir.
 
Hvað gefur flugfélagið Ernir mörg störf í Vestmannaeyjum?
Flugfélagið Ernir er með þrjá fastráðna starfsmenn í Vestmannaeyjum.
 
Er verðið á fluginu sanngjarnt?
Þar sem að flugleiðin milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki niðurgreidd af íslenska ríkinu verðum við að stilla verðinu sem þessu, nýting á flugleiðinni er ekki meiri en 50%. Hækkunin er samt sem áður ekki mikil þar sem að almennt fargjald á flugleiðinni var fyrir, 8600 kr.
 
Hverjar eru helstu breytingarnar síðan Ernir tók við?
Það sem að Ernir hefur fram yfir Flugfélag Íslands er sveigjanleiki. Til að mynda getum við fjölgað ferðum frá þessum tveimur áætlunarferðum sem eru á dag, í fimm ferðir með stuttum fyrirvara. Sá sveigjanleik sannaði sig þegar Landeyjahöfn lokaðist og siglingar lágu niðri, en þá daga fórum við þrjár til fjórar ferðir á dag og mættum allri eftirspurn og ætlum að halda því áfram.

Hefur eftirsókn verið góð í flug hjá ykkur?
Eftirsókn má alltaf vera betri í flugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur en það sem af er komið erum við mjög sáttir.
 
Er loftbrú milli Rvk-Eyja bestu samgöngurnar?
Það sem að flugið hefur fram yfir siglingar er að það er þægilegt og tekur stuttan tíma. En auðvitað hentar flugið ekki öllum, tíminn er ekki öllum eins mikilvægur.

Munum við sjá einhverjar breytingar hjá ykkur á komandi árum? Ernir komið til að vera?
Til að fylgja nútímanum sem er sífellt að breytast þurfum við að vera tilbúnir því að takast á við allar breytingar. Okkar markmið er einfaldlega að gera betur og betur.
 
Örninn er lentur og hér á hann heima, segir Hannes í lokin.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).