Sigur í síðasta heimaleik tímabilsins

19.September'10 | 19:59
ÍBV tók á móti Stjörnunni í síðasta heimaleik tímabilsins í Pepsi-deild karla. Leikurinn hófst klukkan 17:00 í blíðunni í Vestmannaeyjum. ÍBV byrjaði að krafti í dag og ætluðu sér stigin þrjú sem voru í boði. Á 16' mínútu skoruðu ÍBV mark eftir að Denis Sytnik skoraði með skalla eftir að Matt Garner sendi háan inn á teig. Eyjamenn komust í 2-0 á 24' mínutu þegar Arnór Eyvar átti glæsilega sendingu inn fyrir vörn Stjörnurnar, Eyþór Helgi náði boltanum og lagði hann yfir á Þórarin Inga sem kom af vinstri kantinum og lagði boltann í netið.
 
ÍBV voru kærulausir í lok fyrri hálfleik þegar Stjörnumenn minnkuðu muninn í 2-1 á 45' mínútu eftir að Jóhann Laxdal leikmaður Stjörnunnar slapp einn í gegn og vippaði boltanum laglega yfir Albert í markinu.
 
Áhorfendur á Hásteinsvelli í dag voru 1.053 og var fín stemming á vellinum. Í hálfleik var skrifað undir nýjan 5. ára samning milli ÍBV og Ölgerðarinnar. Ásamt var yngri flokk ÍBV veitt verðlaun fyrir hafa sigrað Faxaflóa mótið á dögunum.
 
Seinni hálfleikur var ekki eins spennandi og sá fyrri, en bæði lið fengu tækifæri til að skora. ÍBV féllu aðeins aftur og Stjarnan reyndu hvað þeir gátu til að jafna án árangurs. Því 2-1 sigur ÍBV staðreynd í dag.
 
ÍBV eru ennþá í bullandi séns um Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina næstu helgi. Breiðablik eiga sem fyr 1 stig á ÍBV og þurfa því að treysta á þeir misstígi sig og vinni sinn leik gegn Keflavík á laugardaginn kemur.
 
 
Lið ÍBV: Albert Sævarsson, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson(93'), Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson(69'), Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik(83'), Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson(69'), Anton Bjarnason(93'), Kjartan Guðjónsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Óskar Elías Zöega Óskarsson, Danien Justin Warlem(83').
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.