Herjólfur siglir að nýju í Landeyjahöfn

19.September'10 | 02:18
Herjólfur fór í morgun aftur í Landeyjahöfn eftir hafa tæplega tveggja vikna bið eftir að höfnin var lokuð. Skipstjórinn sagði það hafi allt gengið vel enda hefur verið dælt upp úr höfninni rúmlega 16.000 rúmmetrar af sandi og honum dælt í burtu síðstu daga.
Dæluskipið Perlan verður áfram í Vestmannaeyjum í dag og heldur áfram að dæla nú í kvöld. Stafsmenn Siglingastofnunar hafa verið að mæla og meta höfnina í gær og dag. Talið er að þurfi að fjarlægja töluvert meira magn af sandi til viðbótar úr höfninni að sögn Siglingamálastofnunar.
 
Herjólfur sigldi í dag fjórar ferðir samkvæmt áætlun í dag, frá Vestmannaeyjum klukkan 9, 12,15 og 21 og frá Landeyjahöfn klukkan 10:30, 13:30, 16:30 og 22:30.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.