Nemendafélag Framhaldsskóla Vestmannaeyja:

Skelltu sér í Paintball í gær

Myndir með frétt

18.September'10 | 00:16
NFFÍV er mjög virkt nemendafélag, en síðstu helgi héldu þau svo kallað busaball sem er árleg hefð hjá þeim. Í dag var boðið upp á paintball sem er nýjung hjá nemendafélaginu. Það er því ekki annað hægt en að segja að NFFÍV byrji með krafti á haustönninni. Vel var sótt á báða viðburði og er gaman að fylgjast með krökkunum nýta sér það félagslíf sem er boðið er í skólanum. Formaður NFFÍV er Elín Sólborg Eyjólfsdóttir, eyjar.net spjallaði við hana og tók myndir af því þegar þau fóru í paintball (litabolta) í gær.
 
 
Það mættu eitthvað um það bil 25 manns af þeim 50 sem skráðu sig í paintball, en það var útaf því að það var leikur hjá 2.flokki karla en líka aðrar ókunnar ástæður. Mikið fjör og gaman var hjá þeim sem mættu og var reynt að gera sem best úr þessu. Paintballið er í Eyjum yfir helgina og mega allir sem vilja mæta og taka þátt. Paintball völlurinn er staðsettur í Friðahöfn.
 
Búið að vera fjör hjá Nemó núna til að byrja með á þessu ári. Farið af stað með Tippkeppni í Evrópudeildinni og leikjum Man.City og Liverpool. Busaballið var haldið síðustu helgi þar sem DJ Óli Geir og Erpur héldu uppi stuðinu og var topp mæting á það ball sem er frábært og fór það vel fram. Næst á dagskrá er FÍV CUP í byrjun október og skemmtun eftir það svo er stefnt á íþróttadag eitthvern laugardaginn á næstunni. Hvetjum alla til þess að koma og taka þátt í félagslífinu með okkur, sagði Elín Sólborg í samtali við Eyjar.net eftir paintball í gær.
 
Myndir af paintball má sjá hérna.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.