Siglt til Landeyjahafnar í fyrramálið

17.September'10 | 17:02
Herjólfur hefur siglingar að nýju til Landeyjahafnar í fyrramálið. Skipstjórinn ákvað það í dag, eftir að hafa skoðað niðurstöður mælinga í höfninni.
 
Siglingastofnun gaf það út í dag að búið væri að dýpka innsiglingu og höfn það mikið að höfnin væri orðin fær fyrir Herjólf. Mælingabátur Siglingastofnunar er í höfninni. Skipstjórinn á Herjólfi ákvað eftir að hafa farið yfir niðurstöður mælinga klukkan 15 að sigla í fyrramálið.
Guðmundur Pedersen, rekstrarstjóri Eimskips í Vestmannaeyjum, segir að vísu hafi verið eftir smá hólar en skipstjórinn hafi verið fullvissaður um að þeir yrðu fjarlægðir í kvöld eða nótt og að nýjar mælingar muni staðfesta það.
 
Guðmundur segir engan beyg í mönnum að sigla til Landeyjahafnar, þótt erfiðleikar hafi komið upp. „Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að það þurfi að halda þessu mannvirki við með því að dýpka, sérstaklega á meðan botninn væri að jafna sig. Höfnin helst ekki opin nema henni sé haldið við,“ segir Guðmundur.
 
Mikið rask hefur orðið á rekstri Herjólfs vegna lokunar hafnarinnar. Farþegum fækkaði stórlega þegar farið var að sigla til Þorlákshafnar og ekki var hægt að laga bókunarkerfið að breytingunni nema að litlu leyti.
 
Fyrsta brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum er klukkan 9 í fyrramálið og frá Landeyjahöfn klukkan 10.30.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.