Vestmannaeyjaprófið

Fimmtudagsþruman frá Tryggva Hjaltasyni

15.September'10 | 22:54
Þorir þú að skoða sjálfan þig?
 
Ég hef verið skikkaður í mörg próf um ævina, misgóð og mismerkileg. En aldrei hef ég tekið neitt Vestmannaeyjapróf. Mér finnst þetta skömm og Fimmtudagsþruman mun nú gera heiðarlega tilraun til að skikka Vestmannaeyinga hvar sem þeir eru, í próf á þessum fagra Fimmtudegi.
 
Farðu yfir spurningarnar og svaraðu heiðarlega, annars líður þér ekkert vel með útkomuna ef þú veist að þú varst ekki heiðarleg/ur. Skrifaðu niður á blað svör við spurningunum og svaraðu ávallt bara einu sinni þar sem á best við þig. Ef spurningin er í rauðu letri má svara öllu því sem á við. * merktir reitir gefa bónus stig. Skor taflan er svo neðst og niðurstöður.
 
1. Hvar fæddist þú?
a) Vestmannaeyjum
b) á sjó
c) Á Íslandi
 
d) Útlöndum
 
 
 
 
 
 
2. Hefur þú farið í úteyjar?
a) Allar
b) um helming
c) Bjarnar og Elliðarey
 
d) engar
 
 
 
 
 
 
3. Styður þú aðild að
a) Ef við göngum í ESB þá gerum við Vestmannaeyjar sjálfstæðar
Evrópusambandinu?
b) Nei
c) Já
 
 
 
 
 
4. Hefur þú gengið fjöll
a) Allt sem hægt er að ganga og oft.
b) Heimaklett, Eldfell
í Vestmannaeyjum?
c) Nei
d) Hvað heitir fjallið fyrir ofan höfnina?
 
 
 
 
5. Hefur þú farið á Þjóðhátíð?
a) allar sem ég kemst
b) Fleiri en 10
c) Oftar en 5x
 
d) 1-3x
e) Já, 17. Júní á Ingólfstorgi
 
 
 
 
6. Hvað af eftirtöldu hefur þú gert?
a) synt í höfninni
b) Farið að smala eða veitt lunda
 
c) Haldið götugrill/partý
d) farið tuðruferð
 
d) Farið á sjó eða unnið í fiski
e) Spilað Tennisgolf
 
 
 
 
7. Sprang-geta
a) Ég kemst upp í gras
 
b) kemst upp í stígvél
 
c) Ég kemst upp í Syllu
d) kemst í almenning
 
e) Aldrei farið
 
 
 
* 1 bónus stig ef þú hefur slasað þig í spröngunni
 
** 3 bónusstig ef þú kannt skot trixið sem Ási í Bæ talaði um
 
 
 
 
8. ÍBV Leikir
a) Fer alltaf og veit hvenær næsti leikur er
b) fer þegar ég kemst
 
c) Reyni að fara á stærstu leikina
d) Ég held með KR
 
e) Ekki farið lengi
f) Fer svona 1-2x á tímabili
 
 
 
 
9. Bara eitt svar er eingöngu með
a) Krukku Magnús, Vinalegi Indverjin, Siggi Rotta, Ási Valló
 viðurnefni á frægum
b) Ási Galdró, Ameríku Geiri, Stjáni á Emmunni, Siggi Valló
 Vestmannaeyingum?
c) Jói á Hólnum, Maggi Bæjó, Halli Kvart, Bergur á Huginn
 
d) Ási í Bæ, Spröngu Lási, Maggi Þýski, Jói Danski
 
 
 
 
10. Varstu í leikskóla, grunnskóla,
a) Öllu
b) tvennu
c) einu
menntaskóla í Vestmannaeyjum?
d) 0
 
 
 
 
 
 
11. Ertu gallharður....
a) Þórari
b) Týrari
c) bæði góð
 
d) Hvorugt
 
 
 
 
 
 
12. Hvar Býrðu?
a) Eyjum og ætla alltaf að búa þar
 
 
b) Ekki Eyjum en ætla að flytja þangað
 
 
c) Bjó einu sinni í Eyjum en stefni ekki á það á næstunni
 
d) Í Eyjum en er að flytja burt
 
 
e) Aldrei í Eyjum en ætla að flytja þangað
 
 
f) Aldrei í Eyjum og er ekki á leiðinni
 
 
 Niðurstöður
 
40 stig eða meira: Þú ert harðkjarna Vestmannaeyingur! Það er ekkert og enginn sem mun kæla þitt sjóðheita Vestmannaeyjarblóð. Það er ekki til fjall, hellir, eða laut í Eyjum sem þú hefur ekki komið í. Þú þekkir alla í hverfinu, veist hvað leikmennirnir á varamannabekk ÍBV heita og þú keyrir niður á höfn til að athuga stöðuna á flotanum okkar. Þú ert ekki ókunnug/ur spröngunni og munt sko aldrei láta sjá þig í svarthvít röndóttri treyju. Þér líður illa og verður oft veik/ur þegar þú ferð af Eyjunni og líður aldrei almennilega vel fyrr en þú ert komin/n aftur á Heimaey. Það er hluti af kjarna þínum að vera Eyjamaður og þú munt verja heimabælið með kjafti og klóm.
 
33-39 stig: Fyrr skal ég dauð/ur liggja en ey Vestmannaeyingur heita! Það verður ekkert skafið af því að þú ert Vestmannaeyingur í húð og hár. Ert vel staðkunnug/ur, gefur afgreiðslufólkinu í Krónunni eða Vöruval alltaf spaðafimmu þegar þú verslar og kíkir reglulega út í Eyju eða upp á eitthvert af gullfallegu fjöllunum þínum. Þú ert stolt/ur af því að vera Eyjamaður og nýtur þess mjög að vera innan um þessa gullfallegu náttúru og allt þetta eðal fólk.
 
25-32 Stig: Hinn almenni Vestmannaeyingur! Prófið er hannað þannig að flestir Eyjamenn ættu að lenda í þessum flokk. Þú ert Vestmannaeyingur og munt alltaf sjá þig sem slíkan, þú ert þó ekkert í neinum öfgahóp eins og þér finnst Harðkjarna Vestmannaeyingarnir og þeir sem munu dauðir liggja fyrir Eyjarnar vera, en þér finnst gott að þannig fólk er á svæðinu. Þú kíkir á ÍBV leiki þegar þér hentar og ferð stöku sinnum í náttúruferð eins og fjallgöngu eða úteyjaferð. En að mestu leyti sérðu Vestmannaeyjar sem góðan heimabæ sem þér þykir vænt um og munt vera þar á meðan efnahagur og fjölskyldutengsl leyfa.
 
15-25 stig: Volgur! Þú ert áhættuhóp félagi, þú skoraðir nefnilega þannig að þú ert á mörkum þess að vera sannur Eyjamaður. Það sem þú þarft að gera núna í snatri er að kaupa þér ÍBV treyju og mæta á næsta leik og láta hæst í þér heyra. Farðu upp á Heimaklett, Eldfell, Helgafell og Blátind og borðaðu svartfuglsegg. Ekki skemmir fyrir að pissa í saltan sjó.
 
0-14 stig: Því miður! Eitthvað er Eyjablóðið í þér að kólna, eða það sem líklegra er, þú ert einfaldlega ekki Eyjamaður. Kannski ertu meira að segja KR-ingur! Allavega ef þú hefur áhyggjur af þessu og villt kippa þessu í liðinn þá dugar ekkert minna en stórræði, hér er stutt handbókarráð um hvernig þú getur komið nokkrum Eyjagenum í þig á svipstundu:
• Færðu lögheimili þitt til Vestmannaeyja, strax í dag, enginn dagur betri en Fimmtudagur til slíks brúks.
• Náðu þér í Eyjapeyja eða pæju sem kærasta/u hann/hún getur svo teymt þig til betri tíðar.
• Sæktu um pláss á Huginn eða Guðmundi, en þar sem það er ólíklegt að þú komist á svona kappaskip, þá reynir þú að planta þér í Löndun hjá Snorra eða Vinnslustöðinni.
• Ef þú ert ekki nú þegar í Vestmannaeyjum, kauptu miða í Herjólf farðu þangað strax og vertu upp á dekki alla ferðina, farðu svo upp á Heimaklett, skrifaðu í gestabókina þar. Farðu svo á tuðru út í einhverja úteyjuna og renndu fyrir fisk á línu. Endaðu svo daginn á því að kíkja í sundlaugina.
• Farðu á næsta ÍBV leik og vertu búin/n að veðja mánaðarlaununum þínum að þeir vinni.
Já það er enn von....
 
Mér tókst ekki sjálfum að skora hæsta skor og ég útbjó prófið þannig að það eru enginn svik í gangi hér. Prófið bíður samþykkis prófamálanefndar ríkisins, en hefur fengið gæðavottunarstimpil Vestmannaeyinga.
 
Stigagjöf:
1. a:3 - b:3 – c:1 - d:0
2. a:4 - b:3 – c:2 – d:0
3. a:3 – b:2 – c:0
4. a:4 – b:2 – c:0 – d:-1
5. a:4 – b:3 – c:2 – d:1 – e:-1
6. 1 fyrir hvert sem þú hefur gert
7. a:4 – b:3 – c:2 – d:1 – e:-1 (* 1 ef þú hefur slasast í spröngunni **plús 3 ef þú kannt skot trixið sem Ási í Bæ talaði um (þá ferðu með einhvern lítinn og léttari fram af sem heldur neðst í bandið og hann sleppir svo til að þú getur skotist hærra upp í fjallið))
8. a:4 – b:3 – c:2 – d:-1 – e:0 – f:1
9. b er rétt, gefur 3 stig
10. a:3 – b:2 – c:1 – d:0
11. a:3 – b:3 – c:2 – d:0
12. a:4 – b:3 – c:1 – d:2 – e:1 - f:-1
 
Fullt hús stiga er: 49 stig og er ekki reiknað með að neinn nái því, ef einhver hinsvegar fékk 49 stig þá bið ég hann að skilja eftir athugasemd þess efnis.
 
Athugasemd:
 
Í spurningu 7 (sprang geta) áttu að sjálfsögðu að fá hærra stig fyrir að komast upp á syllu heldur en Stígvél, stigin þar svissast einfaldlega. b:2 og c:3
 
Það hefur rignt yfir mig kvörtunum varðandi leikskólaspurninguna: ályktunin átti að vera sú að ef þú bjóst í eyjum á þessu tímabili (þ.e. leikskólatímabilinu) þá færðu stig, það er ekki krafa að hafa farið í leikskóla.
 
Þakka fyrir áhugan og eyja-eldmóðin.
 
 
Kappakveðja
Tryggvi
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.