Gubbandi farþegar í Herjólfi fá ekki kojur

14.September'10 | 23:25

þorlákshöfn, Herjólfur

Eins og komið hefur fram hefur Herjólfur siglt til Þorlákshafnar í neyð á meðan dæluskip dælir sand úr fjörinni þegar sjólag leyfir. Þjónustustigið um borð í Herjólfi hefur hrunið frá því sem áður var að mati farþega sem finna fyrir ákveðnum óþægindum völdum þess.
Málið snýst um það þegar var byrjað að sigla milli Eyja og Landeyjarhafnar var ákveðið að loka kojusvæði Herjólfs enda er um mun styttri ferð að ræða en áður var í ferðinni til Þorlákshafnar. Þeir sem eru sjóveikir hafa nú hvergi skól fyrir veltingum um borð en oft á tíðum er sjólag ekki gott í haustverðinu á milli Eyja og Þorlákshafnar.
 
Á dv.is kemur að leyfir skortir fyrir opnum á kojum. Vestmannaeyingar eru mjög ósáttir með gang mála hjá Eimskip sem reka Herjólf og finnst þeir ekki vera sinna þjónustuhlutverkinu sínu. Um borð í Herjólfi í dag eru aðeins sex kojur en þær fyllast strax í hverri ferð. Tugir koja og klefa eru til staðar í um borð í Herjólfi en þeim hefur verið lokað og fást ekki opnuð fyrr en tilskilin leyfi liggja fyrir hjá Siglingastofnun.
 
Guðmundur Pedersen, rekstaristjóri Herjólf segir í samtali við DV. „Við erum að sækja um opnun og breytingar á skírteinum upp á nýtt. Það þarf alltaf að sækja um allt og það þarf að fara í gengum kerfið.”
Aðspurður hvort hann hafi orðið var við ónægju farþega með þetta, sagði Guðmundur „Já, já að sjálfsögðu. Helling sjóveiki og aðeins örfáar kojur sem fólk kemst í. En við erum háðir þessu skírteini sem Siglingastofnun gefur út á skipið.”
 
Herjólfur er ekki með einkaleyfi.
Aðspurður hvort það sé þannig að Herjólfur sé með einkaleyfi á Landeyjahöfn segir Guðmdundur að svo sé ekki. Hafa farþegar sem reiða sig á ferðir milli land og eyja velt upp þeirri spurningu hversvegna ekki sé hægt að nota minni skip milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja.
 
„Reglugerðin sem Siglingastofnun gefur út kveður á um að þarna megi aðeins flytja farþega um. Síðan þarf viðkomandi skip að hafa siglingaleyfi á þessari leið. Það eru bara tvö skip á Íslandi sem hafa leyfi til að flytja farþega á þessari leið, Herjólfur og Grímseyjarferja,“ segir Guðmundur og bætir við að hún sé mun minni en Herjólfur, taki mun færri farþega og einungis örfáa bíla og myndi hvort sem er ekki gagnast í Landeyjahöfn miðað við stöðuna þar.
 
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.