Dýpkunarskipið liggur en við bryggju í Eyjum

14.September'10 | 09:14
Dýpkunarskipið Perla liggur enn við bryggju í Vestmannaeyjum þar sem aðstæður í Landeyjahöfn eru ekki hentugar til dýpkunar. Ölduhæð hefur verið tæpir tveir metrar í morgun en hún má ekki vera meiri en einn metri svo skipið geti athafnað sig.
 
 

Óttar Jónsson, skipstjóri á Perlu, segist lítið annað geta gert en að fylgjast með veðri og sjólagi á svæðinu á klukkutíma fresti. Hann á ekki von á því að geta hafið dýpkun fyrr en í fyrsta lagið eftir hádegið í dag.

Búið er að fjarlægja um 1.800 rúmmetra af sandi úr nýju höfninni frá því á laugardag. Talið er að tuttugu þúsund rúmmetrum þurfi að moka burt svo Herjólfi geti hafið siglingar í Landeyjahöfn á ný. Herjólfur mun því sigla til Þorlákshafnar næstu daga.

 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is