Skemmtiferða skipið M.S. LE Boreal kom tvisar til Eyja í sumar

13.September'10 | 23:43
Það er kannski ekki orðið frásögum færandi þegar skemmtiferðaskip komi til Eyja yfir sumartímann. En í sumar mátti reglulega sjá misstór skemmtiferðaskip við höfnina í Vestmannaeyjum, en einhver skemmtiferðaskipanna voru of stór stór fyrir höfnina í Eyjum og lögðu því fyrir utan Eiðið, en farþegar um borð sem vildu kíkja á eyjuna sigldu þá með minni bátum til lands. Í sumar kom skipið Le Boreal til Eyja tvisar sinnum, en skipið er eitt það glæsilegasta sem hingað hefur komið.
Það vekur upp spurningar eins og hvenar  og hvort við munum sjá stórskipahöfn í Vestmannaeyjum? Það væri ekki amalegt að geta tekið á móti stærri skipum í Vestmannaeyjum en við höfum verið að sjá hér undan farinn ár. Mannlífið í Eyjum verður skemmtileg sjón þegar farþegar á skipunum koma hingað í nokkra klukkutíma heimsókn.
 
Eyjar.net fékk senda myndina af skipinu Le Boreal á dögunum. Það var Bjarni Þór sem sendi okkur þessa skemmtilegu mynd af skipinu Le Boreal fyr í sumar sem má sjá stærri með að smella á hana.
 
Við hvetjum fólk að senda okkur flottar myndir  og annað skemmtilegt sem tengjast Vestmannaeyjum á netfangið eyjar@eyjar.net.
 
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.