Tveir smyrlar fundust um borð í Gullbergi VE í síðstu viku

Veitt frelsi í Vestmannaeyjum.

12.September'10 | 23:52
Áhöfnin Gullberg VE fundu í síðstu viku um borð hjá sér tvo smyrla. Fuglarnir virtust vera mjög þreyttir en auðvelt var að ná þeim og koma þeim í kassa og fuglabúr sem má sjá á mynd nánar í frétt. Gullbergið kom í land á miðvikudaginn og fór fréttamaður Eyjar.net um borð að sjá fuglana.
Ákváðum við að fara með þá austur á Eyjuna á svokallað hundasvæði og veita þeim frelsi. Annar smyrllinn virtist vera mun eldri og stærri en annar og var mjög feginn þegar kassinn var opnaður og flaug af stað án þess að leyfa okkur að taka mynd af sér. Valtýr Bjarnasson sem fangaði fuglana um borð í Gullberginu tók minni fuglinn og stillti sér upp fyrir ljósmyndara áður en honum var veitt frelsi. Smyrlarnir sáust sveifa yfir svæðinu og virtust líka vel um  við sig í Vestmannaeyjum.
 
Smyrill er lítill fálki, af ættbálki fálkunga, sem verpir í N-Ameríku, Evrópu og Asíu. Íslenski smyrillinn verpir á Íslandi og Færeyjum.
 
Stærri smyrilinn í fuglaborðinu um borð í Gullberg VE.
 
Valtýr með smyrlinn, áður honum var veitt frelsi.
 
Rán dýrið smyrill notar klærnar sem vopn, takið sem hann náði var mjög fast.
 
Smyrilinn flýgir í burtu. Það verður gaman að sjá hvort þeir muni hreiðra sig um í Eyjum.
 
 
 

 

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.