Reyna áfram að dýpka í dag

12.September'10 | 08:48
Sanddæluskipið Perlan, sem er við dýpkun við Landeyjarhöfn, neyddist til að hætta dælingu í gærkvöldi vegna veðurs. Skipið ætlar að reyna að halda áfram dýpkun í dag, en óvíst er hvort það er hægt vegna veðurs. Nokkra daga mun taka að dýpka höfnina.

Perlan lág í vari við Vestmannaeyjar í nótt. Skipverjar á Perlu fylgjast með ölduhæðardufli við Bakkafjöru sem sendir rafrænar upplýsingar. Óttar Jónsson, skipstjóri á Perlu, sagði í morgun að duflið sýndi 1,2 metra ölduhæð, sem væri á mörkum þess að hægt væri að vinna við sanddælingu. Hann sagði að menn ætluðu engu að síður að sjá til hvort ekki væri hægt að vinna eitthvað að dýpkun í dag. Veðurspáin er hins vegar ekki góð í dag.

Óttar sagði að dýpkun í gær hefði gengið ágætlega. Skipið hefði náð að dæla 1500-1600 rúmmetrum af sandi. Mikið væri hins vegar eftir og ljóst að það tæki nokkrar daga að dýpka þannig að Herjólfur gæti siglt inn í höfnina. Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar undanfarna daga.

Starfsmenn Siglingastofnunar ætla að reyna að mæla botninn við Landeyjarhöfn í dag. Óttar sagði að ekki væri mikill sandur kominn inn í sjálfa höfnina, en það væri sandrif framan við höfnina sem lokaði henni. Hann sagði að það væri fyrst og fremst sandur í þessu rifi, en það flytu gosefni úr Eyjafjallajökli ofan á.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.