Eyverjar:

Upplýsingarit um Vestmannaeyjar 2010 - 2011

9.September'10 | 22:52

Eyverjar

Upplýsingarit Eyverja um Vestmannaeyjar 2010 - 2011 er komin út og mun berast í hús Eyjamanna á allra næstu dögum. Það eru vaskir stúdentar FÍV sem hafa boðið fram aðstoð sína við útburð og munu sjá til þess að skráin berist til ykkar. Ef þér hefur ekki borist skrá á sunnudaginn ekki hika við að láta okkur vita á netfangið eyverjar@eyverjar.is
 
Við minnum einnig á að athugasemdir og breytingar fyrir næstu skrá skuli berast á netfangið eyverjar@eyverjar.is.
 
 
Árið 1978 ákvað stjórn Eyverja að gefa út símaskrá fyrir Vestmannaeyjar. Ákveðið var að hafa auglýsingar, söguágrip og upplýsingar um helstu stofnanir bæjarins í þessu riti. En sá hængur var á útgáfu þessa rits, að Póstur & sími höfðu einkaleyfi á útgáfu símaskrár. Var því ákveðið að nefna útgáfuna, Upplýsingarit um Vestmannaeyjar. Sú útgáfa var kærð af stöðvarstjóra Pósts & síma með þeim afleiðingum að formaður félagsins, Sigurður Örn Karlsson var handtekinn. En ritið var gefið út, þó svo að mikið laumuspil hafi verið í kring um það. Þrátt fyrir allar kærur og erfiðleika í byrjun losnaði formaðurinn úr prísundinni og Upplýsingaritið kemur enn út á vegum Eyverja. Upplýsingarit Vestmanneyja er löngu orðinn fastur kjarni í bæjarbrag okkar Vestmannaeyinga og verður veglegra með hverju árinu.
 
Tekið af eyverjar.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.