Til Þorlákshafnar fram í næstu viku

9.September'10 | 13:24
Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fram í næstu viku, segir framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill að hugað verði að nýju skipi vegna siglinga í Landeyjahöfn.
Veður og dýpi í Landeyjahöfn hafa komið í veg fyrir siglingar Herjólfs þangað í fjóra daga. Ekki hefur heldur verið hægt að sigla dýpkunarskipi í nýju höfnina. Bilanir í dýpkunarskipinu hafa einnig verið að valda vandræðum en stefnt er að því að það sigli til Landeyjahafnar á morgun.
 
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, telur að það taki tæpan sólarhring að dýpka Landeyjahöfn svo Herjólfur geti siglt þar inn aftur. Hann segist þó hafa meiri áhyggjur af vindi, þar sem 25-30 metra vindur á sekúndu rífi mjög í svo hátt skip sem Herjólfur er. Elliði segir að það þurfi að fara að huga að nýju skipi fyrr en seinna.
 
Kristín Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, segir að Herjólfi þurfi að sigla til Þorlákshafnar fram í næstu viku. Eftir fund með fulltrúum Þorlákshafnar í gær bíður Vegagerðin eftir tillögum um fast gjald fyrir siglingar Herjólfs þangað. Hafnarstjóri Þorlákshafnar á von á því að þær tillögur berist Vegagerðinni strax í dag.
 
Að mati Vegagerðarinnar eru siglingar Herjólfs til Þorlákshafnar tímabundnar. Kristín segir að svo lengi sem Siglingastofnun telji Landeyjahöfn sinna sínu hlutverki sé ekki hugsað um varahöfn í Þorlákshöfn. Aðspurð játar hún því að tala megi um Þorlákshöfn sem neyðarhöfn fyrir Herjólf en ekki varahöfn til frambúðar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.