KR treystir ekki dómaranum gegn ÍBV á sunnudag

9.September'10 | 16:14
KR hefur birt frétt á opinberum vef félagsins þar sem félagið segist ekki treysta Erlendi Eiríkssyni sem dæmir leik liðsins gegn ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag. KR-ingar voru ekki ánægðir með dómgæsluna gegn FH í úrslitum Vísabikarsins í síðasta mánuði. Erlendur dæmdi í leiknum tvö víti á KR sem þeir voru ekki sáttir með. KR-ingar búast ekki við að KSÍ muni breyta um dómara fyrir leik en vilja að allir þekki afstöðu sína fyrir leikinn. Yfirlýsinguna má lesa nánar í frétt.
 
 
 
Erlendur Eiríksson dæmir leik ÍBV og KR á sunnudag. Það verður fyrsti KR-leikur hans eftir bikarúrslitaleikinn í síðasta mánuði.
 
Við treystum Erlendi ekki, svo það sé á hreinu. Við vissum ekki af tengslum hans við FH fyrr en eftir bikarúrslitaleikinn í síðasta mánuði. Tengslin eru að okkar mati þess eðlis að Erlendur, eða KSÍ, áttu að gera okkur grein fyrir þeim, þó ekki væri nema í nafni háttvísinnar.
 
Vegna tengslanna hefði hæfi hans eða vanhæfi átt að koma til skoðunar. Það skal áréttað hér að hæfi eða vanhæfi hefur ekkert með hæfni eða færni að gera heldur það að hlutlægni og heilindi séu hafin yfir vafa.
 
Allir vita hvernig úrslitaleikurinn þróaðist og óhjákvæmilega hafa KR-ingar metið ákvarðanir hans í atvikunum sem breyttu leiknum með tilliti til þessa.
 
Framundan er mjög mikilvægur leikur við ÍBV, leikur sem varðar öll liðin í toppbaráttunni. Það má vera að KSÍ og önnur félög treysti Erlendi. Við treystum honum ekki og höfum gert KSÍ grein fyrir því. Við eigum ekki von á að KSÍ breyti ákvörðun sinni og þess vegna teljum við rétt að allir þekki afstöðu okkar fyrir leikinn.
 
Það var svosem auðlesið að fyrsti KR-leikur Erlendar eftir úrslitaleikinn yrði leikurinn í Eyjum. Á velli sem lengst frá KR-vellinum og - ef Landeyjahöfn lofar - án stuðningsmanna KR.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%