Ferðaþjónusta í Eyjum lömuð

Ernir með aukaflug til Eyja á morgun

9.September'10 | 19:11
Lokun Landeyjahafnar lamar ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Þetta segir yfirmaður ferðamála hjá Vestmannaeyjabæ sem kallar eftir því að ríkið styrki flug milli lands og Eyja á nýjan leik. Ernir heldur áfram að bjóða Eyjamönnum upp auka flug til Eyja. Ernir hafa verið duglegir að bæta við aukaferðum til að sinna samgöngum Eyjamanna. 
Samkvæmt bráðabirgðamælingum Siglingastofnunar frá því í gær er dýpi í mynni Landeyjahafnar þrír metrar á háfjöru. Það þýðir að á háflóði er dýpið sex metrar, nógu mikið til að sigla Herjólfi inn í höfnina í kyrru veðri, en skipið ristir rúma fjóra metra. Í þeirri ölduhæð sem nú er í Landeyjahöfn er það þó ekki hægt.
 
Vöruflutningar til Vestmannaeyja eru að komast í samt lag. Fjórir gámar voru fluttir í einni ferð Herjólfs í gær. Flutningafyrirtækin hafa einnig nýtt sín skip. Eimskip flutti þannig þrjá gáma til Eyja í gær, þar af einn fyrir samkeppnisaðilann Samskip. Skip frá Samskipum flytur einn gám til Eyja í nótt. Það er ekki einsdæmi að flutningafyrirtækin nýti eigin skip til slíkra flutninga, þó hefur álagið verið meira nú en áður. Þá eru fiskflutningar frá Eyjum að komast í eðlilegt horf.
 
En það eru ekki allir sáttir við að Herjólfur muni sigla áfram til Þorlákshafnar næstu daga. Kristín Jóhannsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi Vestmannaeyjabæjar, segir lokun Landeyjahafnar vera gríðarlegan skell eftir góða tíma í ferðamennsku í Eyjum undanfarnar vikur. Að hennar mati er Þorlákshöfn ekki aðlaðandi kostur fyrir ferðamenn. Að auki finnst henni flug til Eyja vera alltof dýrt eftir að ríkið hætti að styrkja það. Hún vill að flug milli lands og Eyja verði ríkisstyrkt á nýjan leik.
 
Flugfélagið Ernir hefur sett upp aukaferð á morgun föstudag. Farið er kl 13:00 frá Reykjavík til Eyja og kl 13:40 frá Eyjum til Reykjavíkur.
 
Enn er eitthvað laust á morgun en lausum sætum fer ört fækkandi. Segir í fréttatilkynningu frá Erninum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).