DC 3 á flugvellinum í Vestmannaeyjum

Sigmar Þór Sveinbjörnsson bloggar:

9.September'10 | 23:03
Þetta er gömul mynd af DC 3 flugvél á Vestmannaeyjaflugvelli þessiar vélar héldu uppi samgöngum milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur í áratugi, einnig flaugu þær á Skógasand og Hellu ef ég man rétt. Alla vega man ég eftir einni ferð með henni á Skógasand þá peyji í ferðalagi með Týrurum.
 
Ég man einnig eftir að hafa flogið nokkrum sinnum til Reykjavíkur með DC 3 Þetta voru og eru traustar og glæsilegar flugvélar. Meira að segja hljóðið í mótorunum er traustvekjandiSmile.
 
Ég læt hér fylgja með fræga auglýsingu um þarfasta þjóninn sem má finna í flestum gömlum Vestmannaeyjablöðum, þessa auglýsingu skannaði ég úr Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja frá 1964. Og hér áður fyr var auglýsing í Herjólfsdal yfir Þjóðhátíð sem á stóð ég held ég muni þetta rétt: Fljúgið með Föxunum flugið er ferðamáti nútímans.
 
 
Blogg og myndir: http://nafar.blog.is
 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.