Áskorun á bæjarstjórann í Vestmannaeyjum

Georg Eiður Arnarsson bloggar

9.September'10 | 14:51

Georg Arnarson

Það er svolítið skrítið að horfa á alla umræðuna í fjölmiðlum þessa dagana varðandi vandræðaganginn í Landeyjarhöfn og furðulegar yfirlýsingar sumra þeirra sem komið hafa að málinu, m.a. það að þetta sé allt gosinu að kenna, en eins og flestir Eyjamenn vita sem fylgjast með mínum skrifum, þá hef ég frá upphafi sett fram ýmsar athugasemdir vaðandi þessa framkvæmd, einfaldlega vegna þess að ég er sannfærður um það að framtíðar samgöngum okkar Eyjamanna sé ekki best varið með Bakkafjöru.
Strax í leikskóla er börnunum okkar kennt að það sé ekki mjög gáfulegt að byggja á sandi, en þessi Landeyjarhöfn er svo sannarlega byggð á sandi, og það er sandur meðfram allri fjörunni á suðurlandi. Við sem búum hérna í Eyjum þekkjum líka vindinn og sjóganginn, þannig að þessir síðustu dagar í Landeyjahöfn koma svo sannarlega ekki á óvart. Vegna umfjöllunar minnar síðustu ár, hef ég fengið fjölmargar athugasemdir og skoðanir, og síðast í fyrradag hringdi afi minn úr Reykjanesbæ í mig, til að segja mér frá því þegar hann starfaði við að rífa togarann Surprise frá Hafnarfirði, sem strandaði í Landeyjasandi 1967. Afi komst að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn í Þykkvabæjarfjörunni árið 1950, og sömu niðurstöðu og mikill meirihluti þeirra sem við mig hafa rætt, þarna verði aldrei heilsárshöfn, en hugsanlega einhvers konar sumarhöfn.
 
En hvað er til ráða? Herjólfur er byrjaður að sigla til Þorlákshafnar og er ég mjög ánægður með það, enda hafa frátafir (þrátt fyrri að skipið hafi verið stytt frá upphaflegri hugmynd) nánast heyrt til undantekninga. Gallinn er hins vegar sá að skipið er of lítið á þessari siglingaleið. Umræða ráðamanna gengur nú út á það, að það þurfi að smíða skip sem passar í Landeyjahöfn. Ég tel menn vera þarna á miklum villigötum, enda væri ekkert minni sandur í höfninni þó að skipið væri minna. Hins vegar væri töluvert meiri líkur á því að skipið gæti ekki nýst okkur til siglinga í Þorlákshöfn. Þetta er að mínu mati algjört lykilatriði, og í raun og veru síðasta tækifæri okkar til að gera samgöngur milli Lands og Eyja eins góðar og mögulegt er (að sjálfsögðu að undanskildum gögnum). Skora ég því hér með á bæjarstjórann okkar, Elliða Vignisson, að hætta að hundsa skoðanir Eyjamanna og leyfa okkur að kjósa um þessa tvo möguleika i íbúðakosningu, þ.e.a.s. minna skip til að þjónusta eyjarnar frá Landeyjarhöfn, eða stærra og gangmeira skip sem gæti siglt til Þorlákshafnar við bestu aðstæður á ca. 90 mín, og í framhaldinu síðan einkaaðilum og t.d. aðilum í ferðaþjónustunni falið að sjá um og reka Landeyjarhöfn yfir sumarmánuðina og jafnvel lengur ef tíðarfar er hagstætt.
 
Ég hef reyndar áður skorað á bæjarstjórann í ýmsum málum og fengið frekar lítil eða engin viðbrögð, en hér erum við að tala um mál sem koma til með að skipta gríðarlega miklu máli fyrir Eyjamenn og nágranna næstu 20 árin amk. og vonast ég því eftir skýrum svörum frá bæjarstjóranum okkar.
 
Með fyrirfram þökk
 
Georg Eiður Arnarson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.