Landeyjahöfn verður Landeyjatorg

8.September'10 | 12:23

bakkafjaraa

Í ljósi þess að hin nýja og áður glæsilega Landeyjahöfn er smám saman að fyllast af jarðvegi, sandi og drullu hefur verið ákveðið að breyta nafni hennar í Landeyjatorg.
Vonast er til að torgið muni eftir sem áður nýtast ferðamönnum, en á því er gert ráð fyrir lundapylsu- og gosöskusölu og auk þess sem risavaxin stytta af Árna Johnsen að stinga sér til sunds mun rísa á því miðju – komandi kynslóðum til yndisauka og varnaðar.
 
Óljóst er hvar ferjan seinheppna, Herjólfur, mun leggjast að landi í framtíðinni, en viðræður standa nú yfir við siglingamálayfirvöld í Færeyjum um að beina ferðum hennar þangað.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.