Mjólkurlaust í Vestmannaeyjum

7.September'10 | 14:40

Mjólk

Mjólkurlaust er í matvöruverslunum í Vestmannaeyjum vegna þess að Herjólfur hefur legið bundinn við bryggju þar frá því í gærmorgun. Bráðabirgðaáætlun Herjólfs fór úr skorðum strax í morgun.
Í gær var gefin út tímabundin áætlun þar sem miðað var við að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn á fjöru. Í morgun þurfti hins vegar að hætta við fyrstu ferð skipsins sem átti að fara frá Eyjum klukkan sex. Ástæðan nú er mikill vindur en skipstjóri Herjólfs sagði í fréttum RÚV í gær að erfitt væri að sigla skipinu um Landeyjahöfn í slíku veðri. Klukkan 15 á að athuga hvort farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 17:30.
 
Ingimar Heiðar Georgsson, eigandi matvöruverslunarinnar Vöruvals, segir að hann hafi átt mjólkurbirgðir til tveggja daga í gær. Mjólkin hafi hins vegar klárast rétt fyrir lokun: „Þetta þolir ekki marga daga svona til viðbótar,“ segir hann.
 
Páll Scheving Ingvarsson, oddviti Vestmannaeyjalistans í bæjarstjórn, segist vona að hann geti trúað orðum lærðra manna í aðdraganda byggingu Landeyjahafnar um að hún yrði í lagi. Ef í harðbakkann slái þurfi að hugsa aðra leiki í stöðunni. Hann vill frekar sjá lagfæringar á Landeyjahöfn áður en samið verður við hafnaryfirvöld í Þorlákshöfn um að hefja aftur siglingar þangað.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.