Herjólfur mikilvægur sjávarútvegi

Fer til Þorlákshafnar í fyrramálið

7.September'10 | 23:11

Herjólfur

Ákveðið hefur verið að Herjólfur muni sigla til Þorlákshafnar í fyrramálið. Það hefur hann ekki gert síðan 21. júni þegar Landeyjahöfn var tekinn í notkun. Herjólfur mun sigla frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar klukkan 06:00 og til baka klukkan 10:00 þennan sama morgun segir á fréttamiðlinum mbl.is. Rúv greindi frá því í kvöldfréttum að lykilinn að rekstri sjávarútvegis í Eyjum eru tryggar samgöngur, samkvæmt útgerðarstjóra Ísfélags Vestmannaeyja.
Samkvæmt upplýsingum frá Eimskip, er veðurspá ekki alltof góð og var því ákvörðun tekin að sigla til Þorlákshafnar. Eftir þessa ákveðnu ferð tekur við bráðabirgðaáætlunin sem sett var upp í gær.
Vegagerðin segir að áætlunin taki mið af veðrinu og öðrum aðstæðum og ekki talið ólíkt að siglt verði aftur til Þorlákshafnar. Herjólfur hefur ekkert siglt milli lands og Eyja frá því á sunnudagskvöld segir á mbl.is
 
Farið er að bera á vöruskorti í Vestmannaeyjum þar sem matvörur bíða í Landeyjahöfn eftir að Herjólfi geti ferjað þær á milli. Þegar tók að líða á daginn þá fór að bera á skorti á ýmsum nauðsynjavörum, en áður hefur verið greint frá því að mjólk hafi klárast í gær. Sending af mjólk barst þó til Vestmannaeyja í dag með flugfélaginu Ernir og var seld í 11-11. Menn voru vongóðir að vörur myndu komast sína leið til Eyja í síðdegis en Herjólfur sat sem fastast við bryggju í Eyjum.
 
Herjólfur er líka nýttur til ýmissa annarra flutninga, til dæmis eru sjávarafurðir fluttar til og frá fiskmörkuðum með skipinu. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélags Vestmannaeyja, sagði við Rúv, að þakka meigi fyrir að þessa dagana sé mestur þungi í vinnslu fyrirtæksins á Þórshöfn. Hann gangrýnir að Herjólfur hafi ekki siglt til Þorlákshafnar í dag, að minnsta kosti með vörur þar sem veðurspáin var ekki verið góð fyrir daginn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is