Eftirlitsnefnd:

Staða Vestmannaeyjabæjar er traust

6.September'10 | 14:20
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vill árétta að fjárhagsstaða Vestmannaeyjabæjar er traust og að ekki eru fyrirsjáanleg vandkvæði í fjármálum bæjarins. Áréttingin kemur í kjölfa þess að forsvarsmenn bæjarins lýstu yfir óánægju með umfjöllun um stöðu 12 sveitarfélaga sem eftirlitsnefndin hafði sent fyrirspurnarbréf.
Sveitarfélögin áttu það sammerkt að hlutfall heildarskulda af heildartekjum var yfir tiltekinni viðmiðun nefndarinnar. Vakin var athygli á því í birtingu nefndarinnar að þrátt fyrir skuldastöðu væri peningaleg staða þessara sveitarfélaga mjög misjöfn og þar með möguleikar þeirra til greiðslu skulda. Sérstaklega var komið á framfæri upplýsingum um sterka peningalega stöðu Vestmannaeyjarbæjar. Fulltrúar nefndarinnar og bæjarsjóðs Vestmannaeyja hafa nú átt fund og skipst á upplýsingum og skýrt sjónarmið.
 
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum hefur í fjölmiðlum lýst yfir óánægju með þessa umfjöllun eftir birtingu upplýsinganna.
 
Fulltrúar Eftirlitsnefndar og bæjarsjóðs hafa átt fund og skipst á upplýsingum og skýrt sjónarmið sín. Aðilar urðu sammála um og ítreka nú að Vestmannaeyjabær á ekki við fjárhagsvanda að stríða. „Fjárhagsstaða Vestmannnaeyjabæjar er traust og ekki fyrirsjáanleg vandkvæði í fjármálum bæjarins. Á næstu dögum munu aðilar skiptast á frekari upplýsingum í kjölfar fyrirspurnarbréfs Eftirlitsnefndar."
 
 
www.visir.is greindi frá.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.