Skipstjóri Herjólfs tekur enga sénsa

6.September'10 | 13:51
Skipstjóri á Herjólfi segist hafa fellt niður ferðir skipsins í morgun eftir að það tók niðri í Landeyjahöfn tvívegis í gær. Starfsmaður Siglingastofnunar hefur kannað aðstæður í nýju höfninni í morgun en óvíst er með framhald siglinga þangað.
Siglingastofnun, Vegagerðin og Eimskip ræða nú framhald mála og dýpkunarskipið Perlan bíður þess í Reykjavík að veður skáni, svo hægt verði að hefjast handa við að dýpka höfnina.
 
Fella þurfti niður þrjár ferðir Herjólfs á laugardag vegna veðurs. Ívar Gunnlaugsson skipstjóri segir að það hafi verið vegna hvassviðris en ekki vegna þess að höfnin hafi verið of grunn. Ein ferð var farin á laugardagsmorgun og þá tók Ívar eftir því að mikil alda var við austari hafnargarð Landeyjahafnar. Skipið tók á sig mikinn vind og vegna öldugangs snerist það í hafnarmynninu. Ívar segir að þessar aðstæður hafi komið sér á óvart, en þó hafi engin hætta verið á ferðum.
 
Ívar segir að í síðustu siglingunni í gær hafi Herjólfur hins vegar komið við sjávarbotninn á leiðinni inn og út úr höfninni: „Ég get ekki verið að taka neina sénsa svo að ég felli þetta bara niður þangað til að menn eru búnir að skoða þetta eitthvað nánar,“ segir hann og bætir við að hagstæð sjávarföll næstu daga auki líkurnar á því að hægt verði að sigla í Landeyjahöfn.
 
Veður er óhagstætt í Landeyjahöfn til að hefja þar dýpkun. Hafnsögubáturinn Lóðsinn sigldi frá Vestmannaeyjum í morgun og sótti starfsmann frá Siglingastofnun í Landeyjahöfn sem hefur verið við mælingar þar. Fyrstu niðurstöður úr þeim mælingum eru væntanlegar síðdegis.
 
Ekki náðist í fulltrúa Vegagerðarinnar til að kanna hvort sá möguleiki væri til skoðunar að sigla Herjólfi til Þorlákshafnar. Hvorki hafnarstjórinn í Þorlákshöfn né bæjarstjóri Ölfuss höfðu fengið slíka fyrirspurn frá Vegagerðinni í morgun.
 
Frá upphafi hefur það verið gagnrýnt að Landeyjahöfn væri áhættusöm framkvæmd vegna mikils sandburðar á svæðinu. Hjá Siglingastofnun er bent á að gert hafi verið ráð fyrir því að dýpka höfnina frá miðjum september. Þórhildur Elín Elínardóttir upplýsingafulltrúi segir að stöðugar rannsóknir séu gerðar á sjávarbotni nýju hafnarinnar. Niðurstöður þeirra gefi til kynna að gosefni úr Eyjafjallajökli hafi breytt aðstæðum mikið.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.