Siglt eftir sjávarstöðu

6.September'10 | 15:15

bakkafjaraa

Síðdegis í dag er von á nýrri siglingaáætlun Herjólfs sem byggð verður á flóðatöflunni. Vegagerðin reiknar með að siglt verði eftir þeirri áætlun næstu daga þar til dýpkunarskip hefur dýpkað innsiglinguna Landeyjahafnar. Búist er við að hægt verði að hefja dýpkun nú síðar í vikunni.
 
Siglingastofnun er nú að taka saman upplýsingar um sjávarstöðu við Landeyjahöfn næstu daga. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs Vegagerðarinnar, sagði að starfsmenn Siglingastofnunar muni merkja við ákveðna „glugga“ miðað við sjávarstöðu og annað.
 
Skipið getur mögulega farið allt að tvær ferðir í slíkum „glugga“. Eimskip mun síðan fara yfir töfluna í samráði við skipstjóra Herjólfs. Í framhaldi af því verður gefin út tímabundin siglingaáætlun sem mun gilda fram undir næstu helgi.
 
Herjólfur mun því sigla á öðrum tímum en samkvæmt núgildandi áætlun þessa daga, svo fremi sem veður hamlar ekki för. Sem kunnugt er féllu niður þrjár ferðir ferjunnar á laugardaginn var vegna óveðurs. Breytingar á sjávarbotni réðu engu þar um.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is