Herjólfur hægði á sér í drullunni

6.September'10 | 08:28

bakkafjaraa

Fyrsta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum í morgun, sem átti að vera kl. 07:30 féll niður og óvíst er um framhaldið vegna mikils sands í Landeyjarhöfn.
 
Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri Herjólfs, ákvað að sigla hvergi í morgun eftir að skipið tók niðri í síðustu ferðinni í gær. Hann segir að mikill sandur hafi borist inn í Landeyjarhöfn og utan við hana og hann hafi fundið vel fyrir því á leiðinni inn og út í gær.
Að sögn Ívars er málið í höndum Vegagerðarinnar, Eimskips og þeirra sem að málinu koma. „Þeir funda um málið og komast að einhverri niðurstöðu. Ég hef komist að minni niðurstöðu,“ segir hann og bætir við að hann fari síðan eftir því sem honum verði sagt að gera.
 
Landeyjarhöfn var formlega opnuð 21. júlí sl. Ferðir féllu niður á föstudag og laugardag og segir Ívar að þá hafi veðrið sett strik í reikninginn, en skipið hafi líka verið farið að haga sér einkennilega í innsiglingunni. „Ég var mjög meðvitaður um að þetta gæti verið að gerast,“ segir hann. „Hann rétt hægði á sér í drullunni.“

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is