Fyrirstaða við annan hafnargarðinn

Herjólfur fer þrjár ferðir á dag þessa vikuna

6.September'10 | 20:40
Samkvæmt fyrstu mælingum í Landeyjahöfn í gær hefur myndast rif við annan hafnargarðinn sem truflar siglingar Herjólfs um höfnina. Áætlun skipsins tekur nú mið af sjávarföllum og verða farnar þrjár ferðir á dag það sem eftir er vikunnar.
 
Ívar Gunnlaugsson, skipstjóri á Herjólfi, lenti í vandræðum þegar hann sigldi inn í Landeyjahöfn á laugardagsmorgun. Mikil alda var við austari hafnargarðinn svo skipið snérist. Gísli Gíslason farþegi tók myndir við svipaðar aðstæður á föstudag. Þar sést hvernig brýtur við austari garðinn og hvað skipið tekur mikinn vind á sig í hafnarmynninu.
 
Fyrstu mælingar Siglingastofnunar í dag staðfestu grun skipstjórans. Fyrirstaða er við austurgarð Landeyjahafnar, efnið þar er léttara en sandurinn og hreyfist til. Talið er að þetta séu gosefni sem hafa borist með Markarfljóti.
 
Miðað við veðurspá verður hvorki hægt að dýpka né gera nákvæmar mælingar fyrr en undir vikulok. Fram að þeim tíma verður að sigla Herjólfi í Landeyjahöfn í takti við sjávarföll. Samkvæmt nýútgefinni bráðabirgðaáætlun verða farnar þrjár ferðir á dag til föstudags og tvær á laugardaginn.
 
 
Áætlun Herjólfs næstu daga.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.