Einn gisti fangageymslur lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar

Róleg vika hjá lörgrelu Vestmannaeyja

6.September'10 | 20:26
Ný liðin vika hjá lögreglu Vestmannaeyja var róleg eins og undanfarnar vikur þrátt fyrir nokkrun fjölda sem var að skemmta sér. Einn gisti fangageymslur sökum ölvunar. Lögreglan hafði afskipti af tveim drengjum á 17. ári undir áhrifum áfengis í heimahúsi hér í bæ. Slys var á motorkrossbrautinni. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Tveir engu sekt í vikunni vegna brota á umferðarlögum. Lesa má dagbók lögreglu í heild sinni nánar í frétt.
Það er ekki hægt að segja annað en liðin vika hafi verið róleg eins og reyndar undanfarnar vikur og rólegt í tengslum við skemmtanahald helgarinnar þrátt fyrir nokkurn fjölda sem var að skemmta sér.
 
Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar en hann gat ekki gert grein fyrir sér sökum ölvunar og fékk því gistingu.
 
Að kvöldi 4. september sl. var lögreglu tilkynnt um að svokölluð „unglingadrykkja“ færi fram í heimahúsi hér í bæ. Er lögregla kom á staðinn var þar fyrir nokkur fjöldi ungmenna og reyndust tveir drengir á 17. ári vera undir áhrifum áfengis þar inni. Var drengjunum ekið til síns heima og foreldrum þeirra gerð grein fyrir afskiptum lögreglu af þeim. Lögreglan vill af þessu tilefni hvetja fólk til að tilkynna til lögreglu verði það vart við svokölluð „unglingapartý“ þar sem áfengisneysla fer fram.
 
Síðdegis þann 5. september sl. var lögreglu tilkynnt um slys á motorkrossbrautinni en þarna hafði ökumaður á torfæruhjóli dottið af hjólinu með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
Tveir ökumenn fengu sekt í vikunni sem leið vegna brota á umferðarlögum, annar fyrir of hraðan akstur en inn fyrir óheimila notkun á þokuljósum.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.