Ritstjórinn skellti sér á sjóinn

Myndir fylgja grein

2.September'10 | 17:40
Síðustu tvær vikurnar var ég á makrílveiðum á trollbátnum Dala-Rafni VE-508. Þar fékk ég að kynnast veiðum með flottroll en áður hafði ég verið á bolfiskveiðum á sama bát. Þetta var skemmtileg reynsla og upplifun þessa daga. Veður var misjafnt þá daga sem við vorum á sjó og afli einnig. Meira fiskaðist á nóttinni heldur en á daginn. Landkrabbinn tók nokkrar myndir í þessum túrum og fylgja þær með í frétt.
Hérna er flottrollið á leið í hafið á Jökuldýpinu rúma 16 tíma frá heimahöfn í Vestmannaeyjum. Vandlega þarf að fylgjast með hvort trollið fari rétt út.
 
Hérna er makrílinn að streyma úr móttökunni. Full móttaka er rúmlega 25 kör af fisk og fengum við nokkur þannig höl.
 
Hérna er hann Jens Kristinn Elíasson 1. velstjóri á Dala-Rafni og vinur minn að fylgjast með aflanum koma í vinnslu.
 
Hérna eru hásetarnir Kjartan Arnar Hauksson og Daníel Rafn Eyþórsson í vinnu að fylgjast með aflanum fara sína leið í krapakarið áður en hann fer ofan í lestina.
 
Hérna er Einar Jóhann Jónsson háseti að krapa yfir makrílinn. Makrílinn kemur á færibandi frá krapakarinu ofan á millidekkinu. Þarna er fyrsta karið að fyllast í lestinni í túrnum.
 
Við fáum ekki aðeins fisk um borð hjá okkur, en hérna yfirstýrimaðurinn Elías Jensson með Ritu sem viltist um borð. Henni var veitt frelsi eftir að hafa verið mynduð fyrir eyjar.net.
 
Hérna er netamaðurinn og yfirstýrimaðurinn að laga flottrollið sem flæktist í einu af hölunum. Þarna má sjá svo kallaðan flugdreka sem heldur trollinu á floti.
 
Hérna er ritstjórinn Ólafur Björgvin að stytta sér stundir að lesa bókina Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness.  Frítíminn á makrílveiðunum gat oft verið mikill og því nýttur meðal annars í lærdóm.
 
Hérna erum við að láta trollið fara í hafið. En togað var upp í 4 tíma á nóttinni þegar fiskaðist meira en á daginn var togað upp í 8 tíma. Fengum við höl frá 7 fiskum upp í 10 tonn í pokann.
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).