Af vísindavef H.Í

Fróðleikur um Vestmannaeyjar

Hvað eru Vestmannaeyjar gamlar?

31.Ágúst'10 | 00:01
Vestmannaeyjar eru alls 18 eyjar og sker auk 55-60 eldstöðva sem hafaldan hefur sigrast á. Þær eru misgamlar. Á Heimaey er norðurhlutinn elstur (Norðurklettamyndun) og talinn vera frá ísaldarlokum fyrir 10-13.000 árum. Helgafellshraunið, sem Þorvaldur Thoroddsen taldi samkvæmt Landnámu vera frá sögulegum tíma, hefur verið aldursgreint með geislakolsaðferð með þeirri niðurstöðu að það sé um 5400 ára
 
Gjóskulagarannsóknir benda til þess að Bjarnarey og Elliðaey séu álíka gamlar og sömuleiðis Sæfell, en Stórhöfði er nokkru eldri. Loks eru Álsey, Brandur, Suðurey og Hellisey taldar vera um 8000 ára. Aðrar eyjar hefur ekki tekist að aldursgreina. Hins vegar bendir þessi frásögn til þess að eldvirkni á svæðinu sé lotubundin. Síðasta lotan kann að hafa byrjað með neðansjávargosi 1896, en meiri athygli hafa vakið Surtseyjargosið 1963 og Eldfellsgosið 1973.
 
Loks má geta þess að Vestmannaeyjar standa á 10 milljón ára gömlum hafsbotni og eldvirknin þarna er afleiðing þess að Suðurlandsgosbeltið er að teygja sig til suðurs með tímanum. Í 1565 m djúpri borholu sem boruð var á Heimaey fyrir mörgum árum voru efstu 180 metrarnir úr bergi frá síðari hluta ísaldar og að efnasamsetningu einkennandi fyrir Vestmannaeyjar, þar fyrir neðan tók við þykkt set frá jökultíma, og loks berg af því tagi sem einkennir Kötlu og Heklu. Þannig má ætla að núverandi eldvirkni á svæðinu hafi byrjað á síðari hluta ísaldar, en að sýnilegar gosmyndanir spanni allan nútímann, 10-13.000 ár.
 
Sveinn Jakobsson hefur skrifað manna mest um jarðfræði Vestmannaeyja. Ofangreindar upplýsingar eru að mestu úr tveimur greinum hans, "Petrology of Recent basalts of the Eastern Volcanic Zone, Iceland. Acta Naturalia Islandica 26 (1979) og "The geology and petrography of the Vestmann Islands. A preliminary report". Surtsey Research Progress Report IV (1968) 113-130.
 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.