Dagbók lögreglu ný liðnar viku:

Lét ónægju sína bitna á hurð með sparki í hana

30.Ágúst'10 | 19:58
Það var fremur róleg vika hjá lögreglu eins var búið að vera undanfarnar vikur. Nokkrir pústrar voru á skemmtistöðum bæjarins. Ein eignarspjöll voru tilkynnt til lögreglu á skemmistaðnum Volcanó. Þrjú minniháttar umferðaóhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Lögreglan minnir á breyttan útivistareglur frá með 1. september. Dagbók lögreglu má lesa nánar í frétt.
Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu eins reyndar er búið að vera undanfarnar vikur. Engin teljandi vandamál komu upp í kringum skemmtistaði bæjarins en þó var eitthvað um pústra án þess þó að meiðsl hafi hlotist af.
 
Ein eignaspjöll voru tilkynnt lögreglu í vikunni en um var að ræða skemmdir að salernishurð á skemmtistaðnum Volcano. Þarna hafi einn gestanna orðið óhress með annan gest sem ruddist á undan inn á salerni og vildi sá sem sparkaði í hurðina láta vita af óánægju sinni með þessum hætti.
 
Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í vikunni en í öllum tilvikum var um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki.
 
Þann 1. september breytast útivistareglur barna og styttist útivistatíminn um tvær klukkustundir þannig að börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 20:00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir kl. 22:00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldursmörk miðast hér við fæðingarár en ekki fæðingardag.
 

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.