ÍBV sigraði Fylkir 2-1 þrátt fyrir að vera manni færri klukkutíma af leiknum

James Hurst spilaði sinn síðasta leik fyrir ÍBV og kvaddi með sigurmarki

29.Ágúst'10 | 03:13
ÍBV sótti Fylkir heim í mjög mikilvægum leik í áframhaldandi toppbáráttu. Þórarinn Ingi kom aftur inn í lið ÍBV eftir að hafa tekið út leikbann í tapleik á móti Grindavík í síðstu viku en Danien fór á bekkinn. Lítið gerðist fyrstu 30'. mínútur leiksins en völlurinn var blautur og fóru bæði lið varlega inn í leikinn. Albert Sævars braut á leikmanni Fylkis og var dæmd vafasöm vítaspyrna en brotið sýndist vera fyrir utan teig. Alberti var vikið af velli með beint rautt spjald. Í markið fór hin ungi og efnilegi Elías Fannar í fyrsta skipti í sumar, hann skutlaði sér í vitlaust horn og Fylkir komst yfir í 1-0 á 32' mínútu
Eyjamenn fjölmenntu á völlinn og studdu vel við strákana okkar sem skilaði sér enda börðust um alla bolta, þótt þeir væru einum manni færri og ætluðu sér greinilega að jafna leikinn áður yrði flautað til hálfleiks. Það tókst á 45' mínútu að Hurst átti góða sendingu á Þórarinn Inga sem skoraði úr skoti í markteig. Rétt á undan átti Finnur Ólafsson skot í stöngina, þannig má segja að mark ÍBV hafi legið í loftinu.
 
Seinni hálfleikur var fremur rólegur framan af en bæði lið áttu fín færi en ÍBV náði að komast yfir á 77' mínútu þegar James Hurst fékk boltann á vinstri kantinum. Hann lék framhjá varnarmönnum Fylkis og inn á vítateiginn þar sem hann skoraði með skoti á nærstöngina. Barátta Eyjamenn bæði á vellinum og stúkunni skilaði ÍBV sigri þar sem mörkin urðu ekki fleiri og lokatölur 1-2 ÍBV í vil.
 
ÍBV hefur nú 36. stig á toppi PEPSÍ-deildar karla, tveimur stigum ofar en lið Breiðabliks í 2. sæti.
 
ÍBV er lang leiðina búið að tryggja sér markmið sumarsins eða Evrópusæti en það munar nú 10. stigum á liði Fram og ÍBV. Fram þarf því að vinna sína fjóra leiki sem eftir eru og ÍBV að tapa sínum fjórum leikjum til þess að koma veg fyrir að ÍBV nái Evrópusætinu.
 
Stuðningsmenn ÍBV fá sérstakt hrós fyrir mætinguna og stemminguna í dag en má gera ráð fyrir að um 800 Eyjamenn hafi mætt á völlinn og stutt okkar lið með Stalla Hú í fararbroddi.
 
Næsti leikur ÍBV er gegn KR á Hásteinsvellinum 12. september kl 18:00, liðin fá tveggja vikna frí vegna landssleikja. Stuðningsmenn ÍBV er hvattir að fara huga að leiknum þar sem KR-ingar ætla sér að fjölmenna til Eyja, og vonumst við að sjá áframhaldandi stuðning við liðið í komandi toppbaráttu.
 
 

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.