Bærinn fær frest til 26.ágúst til að svara

Með hvaða hætti er endurgerð skipalyftunnar fjármögnuð?

26.Ágúst'10 | 09:15
Í morgun fjallaði eyjar.net um spurningar sem að Umhverfis- og framkvæmdaráði bárust frá samgönguráðaneytinu en Eftirlitsstofnun EFTA hefur óskað eftir svörum frá íslenska ríkinu varðandi aðkomu Vestmannaeyjabæjar við endurbyggingu uppítökumannvirkja í Vestmannaeyjahöfn. Eyjar.net hefur erlindi Samgönguráðaneytissins undir höndum og birtum við það hér að neðan.
Samgöngu- og sveitastjórnarráðaneytinu hefur borist erindi fjármálaráðaneytis þar sem óskað er uplýsinga um skipalyftu í Vestmannaeyjum vegna kæru sem lögð hefur verið fram hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Hefur ESA óskað eftir því að íslenska ríkið svari tilteknum spurningum vegna framkvæmdar. Meðfylgjandi erindi fjármálaráðaneytis og ESA. Ráðaneytið fer þess á leit við Vestmannaeyjabæ að hann veiti upplýsingar um framkvæmdina og svari eftirfarandi spurningum:
 
1: Hver er fyrirhugaður kostnaður endurgerðar skipalyftunnar?
2: Með hvaða hætti er endurgerð skipalyftunnar fjármögnuð?
3: Er fjármögnun skipalyftunar háð skilyrðum? Ef já hver eru þau?
4: Hver er þáttur Vestmannaeyjabæjar í framkvæmdinni?
5: Telur Vestmannaeyjabær að þáttur hand í fjármögnun endurgerðar skipalyftunnar teljist styrkur? Ef nei þá er bærinn beðinn um að leggja fram útreikninga sem sýna fram á fyrirhugaðan hagnað bæjarins af framkvæmdinni.
6: Hver er fyrirætluð notkun skipalyftunnar?
7: Hversu mikil er notkun skipalyftunar áætluð?
8: Hverja er gert ráð fyrir að skipalyftan þjónusti þ.e. hvers eðlis eru þau fyrirtæki sem munu nýta sér þjónustuna, stæð skipanna o.s.frv.?
 
Ráðaneytið óskar eftir svörum við ofangreindum spurningum sem fyrst en eigi síðar en 26.ágúst næstkomandi.
 
 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.